Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Ræktun árin 2012-2014
Á faglegum nótum 27. apríl 2015

Ræktun árin 2012-2014

Höfundur: Borgar Páll Bragason
Nú hafa flestir bændur gengið frá áburðarpöntunum sínum og eru því væntanlega búnir að gera áætlun um hversu mikið land þeir ætla að taka undir nýsáningu í vor. 
 
Sáðvöruframboðið liggur fyrir hjá flestum fræsölunum og má finna samantekið yfirlit yfir fræframboðið á síðu RML, rml.is. Mikilvægt er að gefa sér góðan tíma í að velja tegundir og yrki og meta hverjar þarfir búsins eru til öflunar tiltekins fóðurs. Þannig má leggja góðan grunn að fóðuráætlun næsta árs.
 
Það er spennandi að sjá hvernig bændur muni haga ræktun sinni í vor. Súluritið hér að neðan sýnir hvernig þróunin hefur verið síðustu þrjú ár. Árið 2013 var ræktunin mest og skýrist það að af því að tún kól illa á Norður- og Austurlandi veturinn áður og endurræktun túna og grænfóðurrækt var því nauðsynleg af þeim sökum.
 
Ekki alls staðar sama þróun
 
Þegar gögn um kornræktina eru skoðuð betur sést að þróunin er ekki alveg sú sama alls staðar á landinu en þar sem kornrækt er langmest stunduð á Suðurlandi munar mestu um hvaða stefnu sunnlenskir bændur taka í ræktun sinni. Ein ástæðan fyrir samdrætti í kornrækt á Norðurlandi árið 2013 er sú að þá kusu bændur að afla eins mikils gróffóðurs og þeir gátu í kjölfar kalskemmdanna, í stað þess að rækta korn. 
 
 

3 myndir:

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...