Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Nú geta breskir hundar gætt sér á vistkjöti sem er ræktað á rannsóknarstofum
Nú geta breskir hundar gætt sér á vistkjöti sem er ræktað á rannsóknarstofum
Mynd / M. Burke
Utan úr heimi 5. mars 2025

Ræktað kjöt í hundamat

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Gæludýraverslun í Bretlandi hefur sett á markað hundanammi með kjúklingakjöti sem er ræktað upp frá frumum úr einu eggi.

Verslunarkeðjan Pets at Home heldur því fram að þetta sé í fyrsta skipti á heimsvísu sem afurðir úr vistkjöti (e. cultivated meat), sem er ræktað upp frá stofnfrumum dýra, eru settar á markað. Takmarkað magn hefur verið sett í eina verslun fyrirtækisins í vesturhluta Lundúna. Frá þessu greinir Guardian.

Hundamaturinn, sem nefnist Chick Bites, er að mestu úr jurtaafurðum sem er blandað við vistkjötið. Samkvæmt framleiðandanum Meatly er vistkjötið jafn bragðgott og næringarríkt og hefðbundnar kjúklingabringur. Lítil takmörk eru fyrir því hversu mikið er hægt að rækta upp frá frumum úr einu eggi.

Í júlí á síðasta ári varð Bretland fyrsta landið í Evrópu til að heimila notkun vistkjöts í gæludýramat eftir að vörur frá Meatly fengu grænt ljós hjá ólíkum eftirlitsstofnunum. Fyrirtækið vonast til þess að á næstu þremur til fimm árum muni aukin framleiðsla gera vörurnar fáanlegar víða. Stjórnendur Meatly eru bjartsýnir á að það takist miðað við hversu stór stökk hafa verið tekin í þróun vistkjöts á allra síðustu árum.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f