Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Ræktað kjöt á hvers manns disk
Fréttir 28. mars 2017

Ræktað kjöt á hvers manns disk

Höfundur: Vilmundur Hansen

Framförum í ræktun á kjöti úr stofnfrumum hefur fleygt fram undanfarin ár og tæknilega ekkert sem stendur í vegi þess að hægt sé að rækta kjöt í kjötverum á svipaðan hátt og grænmeti í gróðurhúsum.

Rök talsmanna kjötræktunar eru meðal annars að eldi á nautgripum og öðrum gripum til kjötframleiðslu sé sívaxandi umhverfisvandamál og siðferðislega rangt hvað varðar dýravelferð.

Ræktunarkostnaður hefur lækkað

Rannsóknir síðustu ára hafa leitt til þess að kostnaður við eldi á kjöti hefur lækkað tugþúsunda sinnum og í dag er kostnaður við hvert kíló á ræktuðu kjöti einungis þrisvar eða fjórum sinnum dýrara en við hefðbundið búfjáreldi.

Talið er að ef áfram heldur í framförum í ræktun á kjöti eins og undanfarin ár verði ræktað kjöt í boði á disk þeirra sem þess óska á innan við áratug. Í dag er lítið mál að rækta hamborgara en erfiðara hefur reynst að rækta ribeye-steikur og lundir.

Tilraunir með að rækta kjúklingakjöt hafa gengið vel en að svo stöddu er ekki vitað til þess að farið sé að rækta dilkakjöt.

Ræktað kjöt ekki kosher

Auk þess að vísa til vaxandi umhverfisvandamála og dýravelferðar mæra talsmenn ræktunar á kjöti tæknina á þeim forsendum að hún muni útrýma hungursneyð í heiminum.

Samkvæmt kenningum um framleiðslugetu á ræktuðu kjöti á að vera hægt að rækta um 20 billjón kjúklinganagga úr einni stofnfrumu kjúklings á þremur mánuðum.

Kannanir benda til að um helmingur grænmetisæta í dag mundu borða ræktað kjöt sem kæmi úr kjötveri þrátt fyrir að borða ekki kjöt af dýrum úr eldi.

Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt aðferðina eru rabbíar gyðinga sem segja að ræktað kjöt sé ekki kosher og muni aldrei verða það.
 

Skylt efni: Ræktað kjöt

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...