Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ræðum fæðuöryggi
Skoðun 5. september 2018

Ræðum fæðuöryggi

Höfundur: Oddný Steina Valsdóttir formaður LS - oddny@bondi.is
Það er erfitt fyrir okkur Íslendinga að fylgjast með fréttum af langvarandi þurrkum í Norður-Evrópu og skógareldum bæði þar og sunnar í álfunni. Við bætast svo fréttir af ógnarhita í Kína í fyrra, Japan nú í sumar og mannskæðum skógareldum í Kaliforníu. Uppskerubrestur er fyrirsjáanlegur víða um heim og yfirvofandi vatnsskortur er veruleiki sem sumar nágrannaþjóðir okkar horfast í augu við.
 
Verð á korni fer hækkandi og fleiri landbúnaðarafurðir munu hækka vegna afleiðinga náttúruhamfara um heiminn. Við munum einnig finna fyrir margvíslegum áhrifum hamfaranna hér á landi og þær íslensku landbúnaðargreinar sem nota innflutt korn í fóður verða ekki jafnar þegar framleiðslukostnaður þeirra hækkar í kjölfarið.
 
Öfgafyllra veðurfar í heiminum leiðir hugann að fæðuöryggi. Margar þjóðir hafa markað ákveðna stefnu, greint og kortlagt þörf sína fyrir matvæli. Þær hafa viðbragðsáætlanir  um fæðuöryggi. og reyna að tryggja að ávallt séu til birgðir af nauðsynlegum aðföngum eða matvælum. Það stendur upp á íslenska stjórnkerfið að marka slíka stefnu fyrir Ísland. Nýting innlendra áburðarefna og innlendrar orku til landbúnaðar eru þættir sem þarf að horfa meira til. Það er verkefni stjórnvalda í dag að virkja stofnanir hins opinbera til að vinna vandaða stefnu um fæðuöryggi fyrir Ísland. Fræðasamfélagið með Landbúnaðarháskóla Íslands ætti þar að vera í fararbroddi.
 
Hugum að samspili mannskepnunnar við náttúruna. Meðferð okkar á landi og nýtingu náttúrugæða. Það skiptir máli hvernig við förum með land. Það fylgja því bæði réttindi og skyldur að eiga og hafa forsjá með landi, því fylgir mikil ábyrgð. Meðferð og nýting náttúrugæða skiptir máli, það skiptir máli að landsins gæðum sé ekki um of misskipt. 
 
Íslendingar eiga að sjá sóma sinn í því að byggja landbúnaði og matvælaframleiðslu lífvænleg skilyrði. Það er mjög mikilvægt sjónarmið inn í umræðu um stórtæk uppkaup einstaklinga á landi. Það er líka mikilvægt sjónarmið inn í umræðu um stöðu sauðfjárræktarinnar. Sauðfjárrækt stendur ekki eingöngu undir mikilvægri matvælaframleiðslu sem styður við fæðuöryggi. Sauðfjárrækt viðheldur einnig drjúgum hluta ræktarlands, enda ein búgreina í landinu sem nýtir nánast eingöngu heimaaflað fóður til framleiðslu. Viðhald ræktarlands er einn af mikilvægustu hlekkjunum í því að tryggja fæðuöryggi.
 
Að búa landbúnaði og matvælaframleiðslu lífvænleg skilyrði er alltaf mikilvægt og spurningar um hvert stefnir hafa sjaldan verið áleitnari. 

Skylt efni: fæðuöryggi

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...