Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Dinu Cristian, ræðismaður Íslands í Moldavíu, Ágúst Andrésson, Árni Þór Sigurðsson sendiherra, Ilona Vasilieva viðskiptafulltrúi og Vasile Luca, framkvæmdastjóri Radacini.
Dinu Cristian, ræðismaður Íslands í Moldavíu, Ágúst Andrésson, Árni Þór Sigurðsson sendiherra, Ilona Vasilieva viðskiptafulltrúi og Vasile Luca, framkvæmdastjóri Radacini.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 2. febrúar 2023

Ræðismaður skipaður í Moldavíu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Moldavía er landlukt land í Suðaustur-Evrópu og liggur milli Úkraínu og Rúmeníu. Landið, sem í dag er Moldavía, hefur í gegnum tíðina tilheyrt Rúmeníu, Póllandi, rússneska keisaradæminu, Sovétríkjunum en frá hruni þeirra hefur landið verið sjálfstætt.

Snemma á síðasta ári afhenti Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Moskvu, forseta Moldavíu trúnaðarbréf sem sendiherra Íslands í landinu og er það í fyrsta skipti í15ársemþaðergert.Þann1. desember sl. var formlega opnuð ræðismannsskrifstofa, fyrsta ræðismanns Íslands í Moldavíu. Með sendiherra í för voru Ilona Vasilieva, viðskiptafulltrúi sendiráðs Íslands, og Ágúst Andrésson, sem fulltrúi úr íslensku viðskiptalífi.

Moldavía er með skráðan íbúafjölda upp á um 3,5 milljónir en um ein milljón þeirra eru farandverkamenn sem vinna í öðrum löndum og nema heimgreiðslur þeirra um fimmtungi af þjóðarframleiðslu landsins.

Ræðismannsskrifstofa í Kisínev

Ræðismaðurinn heitir Dinu Cristian og er með skrifstofu í Kisínev, höfuðborg landsins. Hann er fæddur 1990, kvæntur og á tvö börn. Cristian er menntaður í viðskiptum og stjórnunarfræðum og starfar sem sölustjóri Radacini, eins af stærstu vínframleiðendum Moldavíu.

Ágúst segir landið áhugavert og bjóða upp á ýmis viðskiptasambönd fyrir Íslendinga. „Í ræðu sinni við opnunina benti Árni á að samskipti Íslands og Moldavíu væru smám saman að aukast. Hann minnti á að utanríkis- ráðherrar landanna hafi átt fund í Póllandi fyrir skömmu og að forsetar landanna hefðu hist í nóvember á síðasta ári. Auk þess sem forsætisráðherra Íslands og forseti Moldavíu hafi hist í Prag í október síðastliðinn.“

Moldavía er þekkt fyrir framleiðslu á góðum vínum. Þar má finna stærsta vínkjallara heims, um 200 km langan, sem inniheldur um tvær milljónir flaskna.

Mikið mætt á Moldavíu

„Það hefur mikið mætt á Moldavíu vegna móttöku flóttafólks frá Úkraínu og íslensk stjórnvöld hafi ákveðið að veita landinu stuðning með fjárframlögum. Það að skipa ræðismann fyrir Ísland í Moldavíu er eitt skrefið í að efla tengsl þjóðanna.

Síðan átökin brutust út í Úkraínu hafa ríflega 600.000 flóttamenn flúið þaðan en flestir þeirra hafa ýmist haldið áfram til annarra landa í Evrópu eða snúið heim aftur. Engu að síður eru yfir 80.000 flóttamenn frá Úkraínu enn í Moldavíu.“

Ágúst segir að Moldavía sé lítið land, eða um 1/3 af flatarmáli Íslands. „Landið er þekkt fyrir framleiðslu á góðum vínum og þar er stærsti vínkjallari heims, sem er um 200 kílómetra langur og telur um tvær milljónir flaskna.“

Efla tengsl milli Íslands og Moldavíu

Í tengslum við opnun ræðis- mannsskrifstofunnar átti Árni Þór Sigurðsson sendiherra og íslenska sendinefndin fundi með fulltrúum stjórnvalda, þjóðþingsins, viðskiptalífs og rannsókna- og vísindasamfélags. Meðal annars átti sendiherrann fund með Veaceslav Dobîndă varautanríkisráðherra þar sem rætt var um samskipti ríkjanna, bæði á pólitísku sviði og eins að því er varðar viðskipti og menningarsamskipti.

Ágúst segir að farið hafi verið yfir stöðuna í viðræðum um fríverslunarsamning EFTA og Moldavíu, samstarf á sviði flugmála, málefni flóttafólks og áhrif stríðsreksturs Rússlands í Úkraínu á moldavískt samfélag.

„Sendiherrann heimsótti þingið og átti fundi með Igor Grosu, forseta þess, og Ion Groza, varaformanni utanríkismálanefndar og formanni sendinefndar Moldavíu á Evrópuráðsþinginu. Auk þess fundaði sendiherra með Constantin Borosan varaorkumálaráðherra og fulltrúum úr orkugeiranum um samstarf á sviði jarðhitamála og Ilona Vasilieva, viðskiptafulltrúi sendiráðsins, gerði grein fyrir þekkingu og möguleikum Íslands í því sambandi. Einnig var efnahagsráðuneytið heimsótt þar sem sérstaklega var rætt um starfsumhverfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja, Rannsóknamiðstöð Moldavíu, fyrirtæki í landbúnaði og fyrirtæki í annars konar starfsemi. Nýskipaður ræðismaður, Dinu Cristian, tók þátt í allri dagskrá
sendiherrans.“

Sendinefnd væntanleg til Íslands

Ágúst segir að stefnt sé að móttöku viðskiptasendinefndar frá Moldavíu til Íslands í vor. „Í heimsókn okkar til landsins kom fram að þeir hefðu mikinn áhuga á kynna sér hvað Ísland og Íslendingar hafa upp á að bjóða. Ekki síst hvað varðar þekkingu á jarðhita og orkumálum.“

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f