Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sindri Sigurgeirsson.
Sindri Sigurgeirsson.
Mynd / BBL
Fréttir 1. febrúar 2017

Ræddu við nýjan ráðherra um málefni landbúnaðarins

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Um leið og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir tók við sem nýr landbúnaðarráðherra óskuðu Bændasamtökin eftir fundi með henni. Sá fundur var haldinn á dögunum en það voru þeir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, og Sigurður Eyþórsson framkvæmdastjóri sem hittu hana að máli. 
 
Að sögn Sindra var fundurinn góður en farið var yfir ýmis mál sem eru ofarlega á baugi og bændur vildu ræða við nýjan ráðherra.
 
Hugmyndir um endurskipun í starfshóp um búvörusamninga
 
„Við ræddum meðal annars við ráðherra um stefnuyfirlýsingu nýju ríkisstjórnarinnar og hugmyndir ráðherrans um að endurskipa í starfshóp um endurskoðun búvörusamninga. Við lögðum áherslu á að þeir sem hafa tilnefnt fulltrúa sína í hópinn héldu þeim,“ segir Sindri. 
 
Í þessari viku setti Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, færslu á Facebook þar sem hann spáði því að talsmönnum milliliða yrði bætt í nefndina þar sem þeir geti gætt sinna hagsmuna. Sagði hann jafnframt að búvörusamningar fjölluðu ekkert um afkomu heildsala né verslunarinnar. „Talsmenn heildsala eiga a.m.k. ekkert erindi í slíka nefnd þar sem þeir eru milliliðir sem auka kostnað neytenda,“ sagði Gunnar Bragi.
 
Frystikrafan er mikilvæg
 
Hráakjötsmálið bar á góma á fundi ráðherra með bændum en Bændasamtökin hafa í ræðu og riti lagt þunga áherslu á að ekki sé slakað á frystikröfunni þegar kemur að því að flytja inn erlent kjöt. „Við fórum yfir okkar rök í málinu sem eru sterk. Við viljum ekki leyfa innflutning á hráu kjöti hingað til lands enda leggjum við mikla áherslu á að vernda okkar heilbrigðu búfjárstofna. Þetta er líka lýðheilsumál en við höfum margoft bent á mikla sýklalyfjanotkun í búfjárrækt í þeim löndum sem við eigum mest viðskipti við.“ 
 
Að auki sagði Sindri að rætt hefði verið um samkeppnisstöðu landbúnaðarins og almennt um tollamál og innflutning á matvælum. Að lokum var ráðherra boðið í heimsókn í Bændahöllina sem hún þáði með þökkum. „Við óskuðum nýjum ráðherra að sjálfsögðu til hamingju með embættið og treystum því að samstarf við bændur verði farsælt og heilladrjúgt,“ sagði Sindri Sigurgeirsson.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...