Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Mynd / HKr.
Fréttir 20. apríl 2021

Ráðuneytið telur flutning Búnaðarstofu hafa verið framfaraskref

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Bændasamtökin óskuðu fyrr á árinu eftir áliti umboðsmanns Alþingis á flutningi starfsemi Búnaðarstofu frá MAST til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Bent var á að í slíkum flutningi fælist mögulega brot á lögum um opinbera stjórnsýslu. Bændablaðið óskaði því eftir upplýsingum um fyrirkomulag á verkefnum sem snúa að framkvæmd búvörusamninga innan ráðuneytisins.

Bændasamtökin bíða enn eftir áliti umboðsmanns Alþingis, en í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Bændablaðsins segir:

„Verkefni sem áður tilheyrðu búnaðarstofu Matvælastofnunar voru flutt til ráðuneytisins með lögum nr. 84/2019 sem samþykkt voru á Alþingi 13. júní 2019. Með lögunum voru stjórnsýsluverkefni við framkvæmd búvörusamninga og söfnun hagtalna um úvöruframleiðslu færð frá Matvælastofnun til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og heyra þau verkefni nú undir nýja skrifstofu landbúnaðarmála í samræmi við markmið um að efla stjórnsýslu landbúnaðarmála innan ráðuneytisins.“

Telur tilfærslu verkefnanna frá Matvælastofnun til ráðuneytisins hafa verið framfaraskref

„Nýtt skipurit atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins tók gildi í október 2020 en með breytingunum urðu til þrjár nýjar fagskrifstofur í stað tveggja áður. Markmið skipulagsbreytinganna var að efla stjórnsýslu, skilvirkni og þjónustu ráðuneytisins með bættum vinnubrögðum, öflugu skipulagi og skýrri verkaskiptingu sem styður við fjölbreytt verkefni.

Hlutverk skrifstofu landbúnaðarmála er að skapa skilvirka umgjörð um landbúnaðarframleiðsluna. Á skrifstofunni starfa 11 starfsmenn með fjölbreytta þekkingu sem nýtist vel í þeim verkefnum sem þar er sinnt. Verkefni er varða framkvæmd búvörusamninga og söfnun hagtalna heyra undir verkefni skrifstofunnar og eru þannig afmörkuð með skýrum hætti innan ráðuneytisins. Starfsmenn skrifstofunnar vinna saman að því að tryggja skilvirka framkvæmd samninganna, framþróun í stafrænni þjónustu og upplýsingasöfnun og -miðlun.

Ráðuneytið telur tilfærslu verk­efnanna frá Matvælastofnun til ráðuneytisins hafa verið framfaraskref sem er til þess fallið að efla stjórnsýslu og stefnumótun á málefnasviði landbúnaðar.“

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...