Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Steinunn Anna Halldórsdóttir.
Steinunn Anna Halldórsdóttir.
Líf og starf 23. desember 2016

Ráðunautur á flestum sviðum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Steinunn Anna Halldórsdóttir býr ásamt sambýlismanni sínum, Ágústi Marinó Ágústssyni, að Sauðanesi í Langanesbyggð. Auk þess að vera bóndi er Steinunn einnig ráðunautur í Norðurþingi á vegum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Svæðið sem Steinunn sinnir er Langanesbyggð, Svalbarðshreppur og yfir í Öxarfjörð, Kelduhverfi og Vopnafjörð.

Búfræðikandídat frá Hvanneyri

„Ég er búfræðikandídat frá Hvann­eyri og hef verið ráðunautur frá 2007, í fyrstu í Skagafirði en þetta er þriðja árið sem ég er á þessu svæði. Mitt sérsvið hjá RML er hrossarækt en þegar ég var á Hvanneyri tók ég ráðunautaréttindi í sauðfjár-, nautgripa- og hrossarækt.

Ég kom frá blönduðu búi, Brimnesi í Skagafirði, og vildi því kynna mér þetta allt saman.

Árin sem ég var ráðunautur í Skagafirði sinnti ég sauðfjár- og hrossarækt til að byrja með en sérhæfði mig síðan í hestunum enda Skagafjörður mikið hestahérað.

Eftir að ég flutti hingað víkkaði svo sviðið aftur og auk þess að vinna mikið í kringum hross sé ég einnig um lambaskoðanir á svæðinu og aðstoða bændur við skýrsluhald sé þess óskað. Í vor og haust bætist jarðræktin að hluta við með töku jarðvegs- og heysýna.“

Grænlendingar í verknámi

Steinunn segir að með búskapnum og starfinu sem ráðunautur sé því oft mikið að gera.
„Hingað koma stundum Græn­lendingar í verknám í ár í senn og það léttir talsvert undir hjá okkur. Grænlendingarnir sem hingað hafa komið eru ótrúlega duglegir og frábær starfskraftur.

Við höfum reyndar verið hér tvö frá því í júní og stundum fullmikið fyrir mig að vera bóndi, húsmóðir og ráðunautur í 85% starfi. Draumurinn er að minnka smám saman vinnu utan heimilisins og sinna eingöngu bústörfum.“

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Þýskar heimsbókmenntir
3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Laufey
3. desember 2025

Laufey

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
4. desember 2025

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu

Þúsund ár og þúsund enn
4. desember 2025

Þúsund ár og þúsund enn

Góður árangur náðst
4. desember 2025

Góður árangur náðst

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f