Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Frá ráðstefnunni Strandbúnaður sem haldin var á síðasta ári.
Frá ráðstefnunni Strandbúnaður sem haldin var á síðasta ári.
Fréttir 18. mars 2019

Ráðstefnan Strandbúnaður

Ráðstefnan „Strandbúnaður 2019” verður haldin á Grand Hótel Reykjavík 21.-22. mars. Til umfjöllunnar er efni um strandbúnað, sem er samheiti yfir þær atvinnugreinar sem tengjast nýtingu land- og/eða sjávargæða í og við strandlengju landsins, hvort sem um ræktun eða eldi er að ræða.

Á ráðstefnunni verða 10 málstofur, um 60 erindi og jafnframt verður haldið eitt þörunganámskeið.

Strandbúnaður er samheiti yfir atvinnugreinar sem tengjast nýtingu land- og/eða sjávargæða í og við strandlengju landsins, hvort sem um ræktun eða eldi er að ræða. Hugmyndin er að skapa vettvang allra þeirra sem koma að strandbúnaði á Íslandi. Innan þessa hóps eru þeir sem starfa við þörungarækt, skeldýrarækt, seiðaeldi, matfiskeldi, sölu og markaðssetningu, fóðurframleiðendur, tækjaframleiðendur og aðrir þjónustuaðilar, rannsóknastofnanir, menntastofnanir, ráðuneyti og stofnanir þeirra.

Samhlið ráðstefnunni eru fjöldi sýningarbása og sú nýjung er að nú er boðið upp á að vera með veggspjöld þar sem hægt er að kynna m.a. rannsóknaniðurstöður. 

Flest erindin á ráðstefnunni eru á íslensku en einnig koma fyrirlesarar erlendis frá s.s. Bandaríkjunum. Færeyjum, Noregi og Skotlandi.  Efnistök eru fjölbreytt og heiti málstofa eru:

                1. Meginstraumar í strandbúnaði: Tækifæri til vaxtar

                2. Þörungarækt á Íslandi – Tækifæri í framtíðinni eða iðnaður dagsins í dag?

                3. Áskoranir og tækifæri í skeldýrarækt á Íslandi

                4. Vinnsla, flutningur og markaðssetning eldisfisks

                5. Umhverfis- og öryggismál í sjókvíaeldi

                6. Framfarir í laxeldi

                7. Þróun í fiskeldi

                8. Tækniþróun – Hafeldi (keypt erindi)

                9. Tækniþróun – Landeldi (keypt erindi)

                10. Salmon Farming in the North Atlantic

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...