Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Ráðstefna um tjón af völdum álfta og gæsa
Mynd / HKr.
Fréttir 7. apríl 2015

Ráðstefna um tjón af völdum álfta og gæsa

Höfundur: smh

Ráðstefna um tjón af völdum álfta og gæsa í ræktunarlandi bænda verður haldin föstudaginn 10. apríl næstkomandi í Gunnarsholti, í húsnæði Landgræðslu ríkisins. Kynntar verða niðurstöður úr samantekt á umfangi tjóns í löndum bænda á síðasta ári.

Ráðstefnan er haldin á vegum Umhverfisstofnunar og Bændasamtaka Íslands.

Dagskrá ráðstefnunnar

11:00 Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri, býður gesti velkomna.

11:05 - 11:35 Framkvæmd og niðurstöður tilkynninga bænda á tjóni af völdum álfta og gæsa. Steinar Rafn Beck Baldursson, sérfræðingur hjá Umverfisstofnun, og Jón Baldur Lorange hjá Bændasamtökum Íslands.

11:35 - 11:50 Birkir Arnar Tómasson, bóndi í Móeiðarhvoli, fjallar um tjón sem hann hefur orðið fyrir af völdum álfta og gæsa í ræktunarlandi sínu.

11:50 - 12:10 Uppskerutap bænda vegna ágangs gæsa í ræktarlönd. Niðurstöður tilraunar. Kristín Hermannsdóttir, forstöðumaður Náttúrustofu Suð-Austurlands.  

12:10 - 13:00 Hádegishlé. Súpa og brauð.

13:00 - 13:40 Styrkir til bænda vegna tjóns af völdum gæsa í Noregi. Dr. Einar Eyþórsson, sérfræðingur hjá Norsk institutt for kulturminneforskning (NIKU)

13:40 - 14:00 Ágangur álfta og gæsa í kornakra á Suðurlandi í ljósi könnunar 2014 og dreifingar fuglanna að hausti. Kristinn Haukur Skarphéðinsson, sviðstjóri dýrafræði hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.

14:00 - 14:15 Afstaða bænda til málsins. Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands.

14:15 - 15:00 Pallborðsumræður.

15:00 Ráðstefnuslit og kaffi.

Ráðstefnan er öllum opin. Bændur eru hvattir til að fjölmenna.

Ráðstefnustjóri: Jón Geir Pétursson, skrifstofustjóri á skrifstofu landgæða í umhverfisráðuneytinu.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...