Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Ráðstefna um framtíðarstefnu í baráttu gegn eyðimerkurmyndun
Fréttir 11. október 2017

Ráðstefna um framtíðarstefnu í baráttu gegn eyðimerkurmyndun

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýlegar var haldið í Mongólíu á vegum Sameinuðu þjóðanna þing þar sem rætt var um framtíðarstefnu í baráttunni við eyðimerkurmyndun.

Stefna í starfi samningsins um varnir gegn myndun eyðimarka, til næstu tólf ára, var til umfjöllunar á þinginu. Meginþema þingsins var að leita leiða til að snúa að endurheimt landgæða og baráttu gegn eyðimerkurmyndun, að draga úr áhrifum þurrka og auka þanþol vistkerfa, að bæta lífsskilyrði samfélaga sem verða fyrir áhrifum eyðimerkurmyndunar og að virkja fjármagn betur í þágu þessara markmiða.

Eyðimerkursamningurinn, eins og samningurinn er oft nefndur, er einn af þremur lykilsamningum Sameinuðu þjóðanna um umhverfismál, sem gengið var frá á Ríó-ráðstefnunni 1992. Hinir eru Loftslagssamningur S.þ. og Samningurinn um vernd líffræðilegrar fjölbreytni.

Í frétt á vef  umhverfisráðuneytisins segir að í öllum heimsálfum sé unnið að verkefnum sem snúa að stöðvun eyðimerkurmyndunar og endurheimt landgæða og 110 þjóðir hafa nú þegar sett sér markmið um að ná jafnvægi á milli landhnignunar og endurheimtar landgæða árið 2030.

Ísland var með fulltrúa á þinginu sem lauk 16. september síðastliðinn en það var þrettánda aðildarríkjaþing samnings Sameinuðu þjóðanna um varnir gegn eyðimerkurmyndun. Þingið var haldið í borginni Ordos í Innri Mongólíu í Kína. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...