Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ölfusárbrú við Selfoss, en nú á að fara að byggja nýja brú yfir ána, sem verður tekin í notkun 2026 ef allt gengur upp. Brúin er hluti af hringvegakerfi landsins.
Ölfusárbrú við Selfoss, en nú á að fara að byggja nýja brú yfir ána, sem verður tekin í notkun 2026 ef allt gengur upp. Brúin er hluti af hringvegakerfi landsins.
Mynd / Aðsend
Fréttir 3. apríl 2023

Ráðstefna um brýr

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Byggjum brýr er heiti á brúaráðstefnu sem Vegagerðin hefur boðað til þann 26. apríl nk.

Fjallað verður um brýr í víðu samhengi og litið til fortíðar, nútíðar og framtíðar að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Meðal fyrirlesara eru erlendir brúarverkfræðingar, íslenskir sérfræðingar, verktakar í brúargerð og fræðimenn. Í upplýsingum frá Vegagerðinni kemur fram að á Íslandi eru 1.185 brýr, þar af eru 225 þeirra á Hringveginum.

„Á ráðstefnunni verður farið yfir sögu brúa á Íslandi, hver staðan er á fækkun einbreiðra brúa, skoðaðar nokkrar áhugaverðar brýr sem eru í framkvæmd eða á teikniborðinu og farið yfir áskoranir framtíðar. Þá verður hönnun brúa í tengslum við náttúruhamfarir, áhrif loftslagsbreytinga og áskoranir verktaka í brúargerð einnig til umfjöllunar,“ segir í tilkynningu Vegagerðarinnar.

Ráðstefnan fer fram á Hótel Reykjavík Grand kl. 9 -16.30

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...