Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Samkvæmt lögum skal lokaráðgjöf vera í samræmi við aflareglu sem er byggð á tiltækum stofnmælingum.
Samkvæmt lögum skal lokaráðgjöf vera í samræmi við aflareglu sem er byggð á tiltækum stofnmælingum.
Fréttir 1. mars 2022

Ráðlögð veiði væntanlega 800 þúsund tonn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Árlegri vetrarmælingu Hafrannsóknastofnunar á loðnu er lokið og samkvæmt henni er hrygningarstofn loðnu metinn 904 þúsund tonn en heildarstærð stofnsins 1.104 þúsund tonn.

Mælingarnar fóru fram dagana 19. janúar til 2. febrúar, með bergmálsaðferð á rannsóknaskipunum Árna Friðrikssyni og Bjarna Sæmundssyni, á göngu loðnu austur eftir norðurmiðum og suður með kantinum austan lands. Í leiðangrinum náðust tvær óháðar mælingar á stofninum.

Stofnstærðin 1.104 þúsund tonn

Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar segir að þegar tekið er tillit til afla fram að leiðangrinum sé stofnstærðin 1.104 þúsund tonn. Í samanburði var hrygningarstofninn í haustleiðangri 2021 metinn 1.833 þúsund tonn, sem leiddi til að ráðlagt var að heildarafli var 904 þúsund tonn.

Ráðgjöf í samræmi við aflareglu

Samkvæmt lögum skal lokaráðgjöf vera í samræmi við aflareglu sem er byggð á tiltækum stofnmælingum. Þegar aflareglunni er beitt með 1.833 og 1.104 tonn sem upphafsstofn hermana skilaði það 800 þúsund tonna ráðgjöf á yfirstandandi vertíð sem er 100 þúsund tonnum minna en fyrri ráðgjöf.

Hafrannsóknastofnun lítur svo á að mikilvægt sé að gera grein fyrir þessum upplýsingum tafarlaust.

Hafís hindraði mælingar

Hafís norðvestan við Ísland kom í veg fyrir mælingar á svæði sem loðnu hefur mögulega verið að finna á og telur Hafrannsóknastofnun nauðsynlegt að kanna það svæði frekar áður en endanleg lokaráðgjöf verður gefin út.

Leiði sá leiðangur hins vegar ekki til hækkunar á mati mun lokaráðgjöf væntanlega verða um 800 þús. tonn.

Skylt efni: Loðna sjávarnytjar

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f