Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Garðyrkjuráðunautar RML hafa farið með Jensen í heimsóknir til kartöflubænda þar sem þeir hafa sameiginlega veitt kartöflubændum ráðgjöf. Hér eru þeir frá vinstri; Guðmundur Helgi Gunnarsson ráðunautur, Eiríkur Loftsson, Sigurður Jarlsson og Benny Jensen.
Garðyrkjuráðunautar RML hafa farið með Jensen í heimsóknir til kartöflubænda þar sem þeir hafa sameiginlega veitt kartöflubændum ráðgjöf. Hér eru þeir frá vinstri; Guðmundur Helgi Gunnarsson ráðunautur, Eiríkur Loftsson, Sigurður Jarlsson og Benny Jensen.
Mynd / Borgar Páll
Fréttir 9. júlí 2014

Ráðlagt um korn- og kartöflurækt

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Benny Jensen, kartöflu- og kornráðunautur, var á ferðinni hér á landi á dögunum, en hann starfar hjá BJ Agro í Danmörku. Hann var hér við störf ásamt Magnúsi Ágústssyni hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. Fóru þeir víða og skoðuðu meðal annars kartöflugarða við Eyjafjörð ásamt ráðunautunum Eiríki Loftssyni, Sigurði Jarlssyni og Borgari Páli Bragasyni. Saman skoðuðu þeir kartöflur og korn í Eyjafirði og farið var yfir atriði eins og varnarefnanotkun, illgresi, sjúkdóma og skortseinkenni.

„Benny Jensen hefur komið hingað til lands í mörg ár og er kostaður af ferð hans hingað til lands greiddur af Aðlögunarsjóði garðyrkjunnar sem Samband garðyrkjubænda hefur umsjón með. Garðyrkjuáðunautar RML hafa farið með honum í heimsóknir til kartöflubænda þar sem þeir hafa sameiginlega veitt kartöflubændum ráðgjöf,“ segir Borgar Páll Bragason.

„Örendurmenntunarnámskeið“

Í þessari ferð Benny Jensen var ákveðið að ráðunautar hjá RML myndu nýta ferð hans aðeins betur og haldin voru nokkurs konar „örendurmenntunarnámskeið“ fyrir nokkra ráðunauta. „Þá fengum við Benny meðal annars til að skoða með okkur kornakra á Möðruvöllum í Hörgárdal, en korn og kartöflur er það fagsvið sem Benny leggur stund á í ráðgjöf í Danmörku.“

Borgar Páll segir að ferðin hafi bæði verið skemmtileg og gagnleg fyrir alla aðila. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...