Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Útigangshross um vetur
Útigangshross um vetur
Mynd / ghp
Fréttir 19. desember 2022

Ráðlagt að gefa ormalyf í munn

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Sex hross drápust af völdum hópsýkingar sem upp kom í hrossastóði á Suðurlandi í lok nóvember.

Allt bendir til þess að sýkingin hafi verið af völdum eiturmyndandi jarðvegsbakteríu, Clostridium spp., sem hefur magnast upp eftir að hrossin voru sprautuð með ormalyfi, að því er fram kemur í tilkynningu frá Matvælastofnun. Alls veiktust þrettán hross í 30 hesta hópi útigangshrossa á Suðurlandi. Hrossin voru haldin í tveimur aðskildum hólfum sem rekin voru saman og sprautuð með ormalyfi þann 21. nóvember. Aðeins hrossin sem dvöldu í öðru hólfinu veiktust og virðist bakterían því hafa magnast
þar upp. Ekki er vitað hvernig á því stendur að umrætt hólf mengaðist umfram önnur hólf eða hvort hætta sé á slíkri mengun víðar um land.

Allvíða um heim er hætt að notast við ormalyfjasprautun eins og tíðkast hefur hér á landi í áratugi, einmitt út af hættu á að draga inn sýkingar sem þessar.

Matvælastofnun telur hættu á að sambærilegar hópsýkingar geti komið upp og varar því við að hross séu sprautuð með ormalyfi undir húð. Hestamönnum er ráðlagt að nýta ormalyf sem gefin eru í munn í samráði við sinn dýralækni, sem metur þörf á meðhöndlun hverju sinni.

Skylt efni: Hestar | Matvælastofnun | ormalyf

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f