Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ráðherra vill leggja áherslu á aukna sjálfbærni og arðsamari sauðfjárrækt
Mynd / Beit ehf.
Fréttir 27. desember 2018

Ráðherra vill leggja áherslu á aukna sjálfbærni og arðsamari sauðfjárrækt

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Í lokaþætti Lambs og þjóðar er rætt við þá Unnstein Snorra Snorrason, framkvæmdastjóra Landssamtaka sauðfjárbænda, og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stöðu sauðfjárræktarinnar og framtíð greinarinnar.

„Það er alveg rétt að afkoman í sauðfjárræktinni hefur verið döpur en ég hef fulla trú á því að sauðfjárrækt á Íslandi eigi sér bjarta framtíð og það séu miklir möguleikar í henni“ segir Kristján Þór Júlísson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Hann bindur vonir við að í endurskoðuðum sauðfjársamningi verði verkfæri og úrlausnir sem muni bæta stöðu sauðfjárbænda. Kristján segir að markmiðið sé að taka á þeim grunnvanda sem sauðfjárræktin glími við. Hann leggur áherslu á að sjálfbærni greinarinnar, meiri arðsemi og meiri verðmæti út úr því sem framleitt er, séu framtíðarmöguleikar sauðfjárræktarinnar. „Þetta er sú músík sem ég held bæði að það góða fólk sem í greininni starfar, og stjórnvöld sem vilja vinna með því, vilji sjá verða að veruleika,“ segir Kristján Þór í þættinum.


Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda.

„Staðan hjá okkur í dag er svipuð hvað varðar afurðaverð en verðfallið sem var í fyrra hefur ekki gengið til baka. Hins vegar eru jákvæðari ytri áhrif í greininni, birgðastaða er betri en var og gengið er að hjálpa okkur aðeins í útflutningnum. En það þarf meira til svo við komumst á þann stað sem við þurfum að vera á,“ segir Unnsteinn Snorri Snorrason framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda. Hann segir að skilningur á slæmri stöðu sauðfjárræktarinnar sé meiri í dag en þegar verðfallið var á sínum tíma.

Efla þarf vöruþróun og markaðssetningu enn frekar

Í lokaþættinum eru tekin saman sjónarmið ýmissa sem hafa komið fram í fyrri þáttum. Í niðurlagi segir þulur að við séum með úrvalsvöru í höndunum og fullt af hugmyndum til að breyta stöðunni. Hins vegar hafi markaðssetning og sala á lambakjöti ekki fylgt samfélagsbreytingum og tíðaranda nógu vel, t.d. breyttu neyslumynstri og yngri neytendum sem gera aðrar kröfur en eldri kynslóðir. Þarna þurfi að veita viðspyrnu með því að auka vöruþróun og efla markaðssetningu.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...