Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Ráðherra vill fækka sauðfé um 20 prósent
Mynd / HKr.
Fréttir 21. ágúst 2017

Ráðherra vill fækka sauðfé um 20 prósent

Í frétt á vef Ríkisútvarpsins í dag er greint frá því að í hugmyndum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, til að leysa vanda sauðfjárbænda sé gert ráð fyrir að sauðfé verði fækkað um allt að 20 prósent til lengri tíma.

Hugmyndirnar voru kynntar í atvinnuveganefnd Alþingis í hádeginu í dag og svo forsvarsmönnum sauðfjárbænda seinna í dag.

Þorgerður Katrín sagði í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins að leysa þurfi vandann með langtímaaðgerðum til að koma í veg fyrir að þetta verði endurtekið efni. Þetta verði gert meðal annars með uppkaupum ríkisins á ærgildum, til þess að fækka sauðfé og draga úr framleiðslu.

Einnig verði komið til móts við bændur sem hafi orðið fyrir mikilli kjaraskerðingu svo þeir geti haldið áfram – auk þess sem fjármunir verða settir í frekari rannsóknir og þróun.

Þorgerður Katrín sagði að hluti af því að draga úr framleiðslunni fælist í að endurskoða búvörusamninginn, þar sem hann sé framleiðsluhvetjandi. „Þá er alveg ljóst að um leið og við vinnum eftir búvörusamningnum þá munum við fara í ákveðna endurskoðun eða biðja endurskoðunarnefndina sem er að störfum að koma með tillögur til að hjálpa til að leysa við þann vanda sem við stöndum frammi fyrir,“ er haft eftir Þorgerði Katrínu.

Þorgerður Katrín segir í samtalinu við Ríkisútvarpið að áfram verði unnið að markaðsstarfi erlendis þó að dregið verði úr framleiðslunni, en vill þó ekki koma að nýju á útflutningsskyldu á lambakjöti því hún myndi aðeins koma niður á skattgreiðendum.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...