Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ráðherra býður til funda um landbúnaðarstefnu
Fréttir 21. maí 2021

Ráðherra býður til funda um landbúnaðarstefnu

Fyrr í mánuðinum var Ræktum Ísland – umræðuskjal um landbúnaðarstefnu kynnt í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Nú hyggst Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, halda opna fundi um allt land fyrri hluta júnímánaðar og ræða við bændur og aðra hagaðila um þennan grunn að stefnumótun atvinnugreinarinnar. Með í för verða þau Björn Bjarnason og Hlédís H. Sveinsdóttir, sem mynda verkefnastjórn um landbúnaðarstefnu. Fleiri starfsmenn ráðuneytisins munu einnig taka þátt í fundunum, segir í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Alls verða fundirnir tíu talsins en lokafundur hringferðarinnar verður haldinn 16. júní með fjarfundarbúnaði fyrir þá sem ekki eiga heimangengt á staðarfundina. Fundirnir eru haldnir með fyrirvara um breyttar sóttvarnarreglur.

Fundarstaðir og fundartímar

Hvanneyri - Vesturland 1. júní kl.20:00. Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri.

Ísafjörður 2. júní kl. 20:00 Hótel Ísafjörður.

Blönduós 8. júní kl. 16.00. Félagsheimilið Blönduósi.

Eyjafjörður 8. júní kl. 20.30. Hlíðarbær.

Þistilfjörður 9. júní kl. 12.00. Svalbarðsskóli.

Egilsstaðir 9. júní kl. 20.00. Valaskjálf.

Höfn í Hornafirði 10. júní kl. 12.00. Nýheimar.

Selfoss 14. júní kl. 20.00. Þingborg.

Höfuðborgarsvæðið 15. júní kl. 20.00. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.

Opinn fjarfundur 16. júní kl. 12.00. Skráning auglýst síðar.

Í kynningu á fundunum segir að ráðherra vilji með þeim opna á frekara samtal og samráð við bændur um stefnumótunina en verkefnastjórnin hefur lagt til tillögur í 19 efnisköflum. Skjalið er í Samráðsgátt stjórnvalda til 26. maí nk. en einnig verður hægt að koma athugasemdum á framfæri á fundum ráðherra um landið og með tölvupósti til ráðuneytisins í netfangið postur@anr.is. 

•       Hér má finna umræðuskjalið Ræktum Ísland! (pdf)

•       Umræðuskjalið Ræktum Ísland (hljóðbók)

Hægt verður að nálgast upplýsingar um fundina á Facebooksíðu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og á vefsíðu ráðuneytisins.

Yfirlitssíðu um Ræktum Ísland! er að finna hér.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f