Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Rabarbaraveisla og hrossakjöts-tartar
Matarkrókurinn 10. júní 2016

Rabarbaraveisla og hrossakjöts-tartar

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Þeir sem eru með rabarbara í  garðinum sínum eru líklega að fá fyrstu uppskeruna um þessar mundir. Margir gera sultu úr honum eða graut og aðrir nota hann í eftirrétti. Það er upplagt að frysta rabarbarann og búa til góðgæti úr honum síðar. 
 
Það er auðvelt að útbúa hrosskjöts-tartar með rúgbrauði og steinseljupestó. Ekki þarf að elda kjötið en mikilvægt er að hráefnið sé nýtt og fyrsta flokks. Rétturinn er frægur þótt flestir þekki nauta-tartar með hrárri eggjarauðu og piparrót, rauðrófum og kapers.
 
Hrossakjöts-tartar 
  • 250 g hrossakjöt, helst file eða lund
  • 1 tsk. sinnep
  • 1 msk. fínt hakkað skalottlaukur
  • 6 sneiðar af rúgbrauð
Steinseljupestó
  • Stór handfylli steinselja eða önnur kryddjurt
  • ½ hvítlauksrif, söxuð
  • 1 bolli rifinn ostur, t.d. parmesan
  • ½ bolli valhnetur
  • 1 msk. eplaedik
  • ½ bolli ólífuolía
  • salt og pipar
  • Stökkt brauð
 
Skerið rúgbrauð. Helminginn undir tartarinn og svo nokkrar sneiðar til skrauts, eins þunnt og hægt er. Skrautbrauðið er bakað þar til gullið og stökkt í ofni við 200 ° í 5–10 mín.
 
Tartar
Saxið kjötið í hakkavél eða matvinnsluvél. Blandið sinnepi og skalottlauk í tartarinn ásamt salti og pipar. Kælið þangað til á að framreiða.
 
Steinseljupestó
Keyrið saman öll innihaldsefni í matvinnsluvél eða í morteli. Kryddið  með salti, pipar og ediki. 
Berið fram á rúgbrauðinu með tartarnum, stökku rúgbrauði og pestó. Nokkrar kryddjurtir til skrauts. Það má líka krydda og skreyta með niðurlögðum perlulauk eða því sem er við hendina.
 
Rabarbara- og jarðarberjasulta
  • 500 g rabarbari
  • 500 g sykur
  • 400–500 g jarðarber 
  • (má nota önnur ber)
Sjóðið saman rabarbara og sykur í frekar þunna sultu. Bætið jarðarberjunum í síðasta hálftímann (það má nota frosin ber). Geymið í krukkum á köldum stað.
 
Rabarbari með rjóma
  • ½ lítri rjómi
  • 300 g ferskur rabarbari
  • 150 g af sykri
  • ½ tsk. rifinn börkur af sítrónu  
  • Safi úr ½ appelsínu
  • 1 vanillufræbelgur
  • 1 lítil klípa af salti
Opnið vanillufræbelginn eftir endilöngu og skafið út fræin með hníf. Hrærið í vanillu, sykur ásamt öðrum innihaldsefnum í ofnfast fat. Setjið inn í ofn með álpappír eða loki og bakið í 30 mínútur. Slökkvið svo á ofninum og látið standa þangað til ofninn er orðinn kaldur. Framreiðið í sneiðum með jarðarberjum og rabarbara. 
 
Og svo er hægt að gera stökk fræ og hafra og strá yfir. Það er eitt besta múslí sem þú færð (hér er uppskrift á eftir).
 
Bökuð korn og fræ
  • 100 g af bókhveiti (hægt að kaupa fræ og kornblöndur)
  • 100 g af sólblómafræi
  • 100 g af hafraflögum
  • 200 g af vatni eða ávaxtasafa
  • 200 g af hrásykri
  • 5 g salt
  • 50 g af olíu
Blandið öllu hráefni saman og setjið á bökunarpappír (þunnt lag). Bakið við 160 °C í 40–60 mínútur. Hrærið nokkrum sinnum svo blandan bakist jafnt og fræin og kornin verði ljósbrún og stökk. Geymist í loftþéttum umbúðum.
 
Hjónabandssæla
  • 2 bollar haframjöl 
  • 2 bollar hveiti 
  • 2 bollar hrásykur (gott að blanda með púðursykri) 
  • 2 bollar möndlumjöl 
  • 2 tsk. matarsódi 
  • 250 g íslenskt smjör í teningum
  • 2 egg
Þetta er uppskrift í tvær kökur eða nokkrar litlar. Blandið öllum þurrefnum saman í matvinnsluvél og bætið síðan út í smjöri og eggjum. Þrýstið rúmlega helmingi af deiginu ofan í smurt form eða pönnu. Ofan á er smurt rabarbarasultu og hinum helmingnum af deiginu dreift yfir sultuna. Bakað við 200 °C í um 30 mín.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f