Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Pylsur, kartöflusalat og hvít súkkulaðikaka
Matarkrókurinn 19. maí 2016

Pylsur, kartöflusalat og hvít súkkulaðikaka

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
 
Nú er graslaukurinn kominn vel af stað og vex af miklum krafti.  Það er tilvalið að nota þennan vorboða í gott kartöflusalat og hafa með pylsum. 
 
Hér fylgir líka uppskrift að hvítri súkkulaði-hraunköku sem er vel þess virði að læra að baka.
 
Kartöflusalat
 
Graslaukurinn er farinn að vaxa. Það er til dæmis hægt að nota graslauk í gott kartöflusalat með pylsum. Jafnvel í heimagerðu smábrauði eða þeim gömlu góðu, en beikon og epli gefa þessu salati sérstakan karakter sem verður meira eins og kartöflurnar séu í aðalhlutverki í stað þess að vera bara meðlæti.
  • 2–3 bökunarkartöflur (eða litlar kartöflur)
  • 1 vænt búnt graslaukur, fínsaxað
  • 1 rauðlaukur, fínsaxaður
  • 1 dós sýrður rjómi
  • 1 msk. majónes
  • 2 msk. saxaðar súrar agúrkur
  • 3 msk. eplateningar
  • 1 msk. hakkað stökkt beikon
  • salt og pipar
 
Aðferð
Flysjið kartöflurnar, skerið í bita og sjóðið. Leyfið þeim að kólna aðeins. Setjið þær í skál, blandið eplum saman við og stráið stökku beikon yfir. Kryddið með salti og pipar. Setjið laukinn út í skálina og blandið saman. Bætið sýrða rjómanum og majónesi saman við. Kryddið til.
 
Best er að leyfa salatinu að standa í ísskáp í nokkrar klukkustundir áður en það er borið fram.
 
Sætar dvergpylsur
  • 4 heimalöguð pylsubrauð
  • 4 góðar pylsur (skornar í tvennt ef gera á dverg-partípylsur)
  • 1 rauðlaukur í sneiðum
  • 1 búnt gróft söxuð steinselja
  • sinnep og tómatsósa

Heimalagað pylsubrauð

Um 12 stykki
  • 1 kg hveiti
  • 1/2 lítri af vatni
  • 25 g ger
  • 90 g af sykri
  • 10 g salt
  • 1 egg
  • 80 g smjör
 
Aðferð
Blandið þurrgeri, sykri og salti saman við vatnið. Bætið hveiti smám saman við. Þegar um helmingi hveitisins hefur verið bætt við er það hnoðað í eggið og brætt smjör. Bætið svo rest af hveiti við, hnoðið deigið og látið hefast á hlýjum stað í 15–20 mínútur. Stórt brauð er 120 g og því dvergbrauð 60 g af deigi. Látið þau rísa aftur þangað til þau eru létt viðkomu. Bakið við 200 gráður í 12–14 mínútur. Brauðin ættu að vera ljósbrún þegar þau koma út úr ofninum.
 
Saxið steinselju gróflega og blandið við laukhringi.  Pylsaðu þig upp með þínu meðlæti – til dæmis rifnum osti.
 
Hvít súkkulaði-hraunkaka
Hraunkaka ætti ekki bara að vera til á fínum veitingastöðum. Þótt það sé sjaldgæft að hægt sé njóta hennar í heimahúsum þá er alls ekki óyfirstíganlegt að baka hana heima. Það þarf einungis svolítið hugrekki til að ráðast í verkefnið, svo er hægt að njóta hennar heima hvenær sem hentar. 
 
Miðjan er hálfbökuð þannig að hvítt súkkulaðið og eggjakremið lekur út, eins og seigfljótandi hraun, þegar skorið er í hana.
  • 1/2 bolli (250 g) hvítt súkkulaði (saxað)
  • 1/2 bolli (250 g) smjör
  • 1 bolli (250 g) flórsykur
  • 2 egg
  • 2 eggjarauður
  • 6 matskeiðar (90 g) hveiti og  
  • auka­lega til að strá inni í formin
  • vanilluís eða þeyttur rjómi
Aðferð
Hitið ofninn í 190 gráður.
Smyrjið form með matreiðslufitu, spreyúða eða smjöri og létt stráið inn í það með hveiti. Leggið formið á eldfast fat eða ofnplötu og setjið svo til hliðar.
 
Í örbylgjuofni eða vatnsbaði bræðið hvítt súkkulaði og smjör saman (í örbylgjuofn þarf að hræra á  30 sekúndna fresti þar til súkkulaðið og smjör eru brætt).
 
Hrærið flórsykur saman við og blandið vel. Deigið mun líta út fyrir að það sé að hlaupa í kekki. Bætið við eggjum og eggjarauðum og blandið áfram vel saman. Bætið hveiti við og hrærið öllu saman.
 
Hellið deiginu jafnt í form eða kaffibolla (sem búið er að smyrja).
 
Bakið í 11–13 mínútur, eða þar til brúnirnar eru stífar viðkomu. Þegar þú hristir formið á miðjan að vera enn örlítið mjúk. Fjarlægið úr ofninum og látið kólna í tvær mínútur. Skerið með litlum hníf í kringum brún formanna og hvolfið svo á disk.
 
Berið fram strax með ís og jafnvel kökuskrauti.

3 myndir:

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...