Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Sigurður Haraldsson, kjötiðnaðarmeistari í Pylsumeistaranum, og Tjörvi Bjarnason, sem standa að verkefninu.
Sigurður Haraldsson, kjötiðnaðarmeistari í Pylsumeistaranum, og Tjörvi Bjarnason, sem standa að verkefninu.
Líf og starf 24. maí 2023

Puttalingar eru snakkpylsur úr ærkjöti

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Fyrir rúmu ári var veflæga markaðstorgið Matland (matland. is) opnað matgæðingum sem vilja kaupa íslenska búvöru og matvæli.

Puttalingar frá Matlandi.

Matland er í samstarfi við bændur og aðra íslenska matvælaframleiðendur, auk þess að vera með eigin vöruþróun í samstarfi við Pylsumeistarann. Fyrir skemmstu voru snakkpylsur úr ærkjöti markaðssettar, sem Puttalingar heita. Tjörvi Bjarnason er fram- kvæmdastjóri Matlands, en hann er kunnur af störfum sínum fyrir Bændasamtök Íslands til margra ára. „Puttalingarnir eru snakkpylsur úr ærkjöti sem er ættað frá Kristínu og Sindra í Bakkakoti. Þetta er ný vara á markaðnum og er hluti af þróunarverkefni um nýjar matvörur úr ærkjöti sem meðal annars hefur hlotið styrk frá Matvælasjóði og úr Þróunarsjóði sauðfjárræktarinnar,“ segir hann.

Fleiri vörutegundir úr ærkjöti

„Puttalingarnir eru að mörgu leyti líkir áþekkum snakkpylsum sem eru vinsælar hjá íþróttafólki sökum hás próteininnihalds. Þá hefur komið í ljós að börn og unglingar kunna vel að meta Puttalingana og bjóráhugafólk er síður en svo eftirbátar þeirra því snakkpylsurnar fara sérlega vel með öli,“ bætir Tjörvi við.

Það er Matland og Sigurður Haraldsson, kjötiðnaðarmeistari í Pylsumeistaranum, sem standa að verkefninu. „Auk Puttalinganna höfum við þróað og framleitt í tilraunaskyni ærskinku, salami, kjötbollur úr ærkjöti og auðvitað gömlu góðu bjúgun sem eru úr 98 prósent kjöti. Við erum í miðju kafi í þessu og vörurnar lofa góðu, þær eru bragðgóðar og þeir sem hafa smakkað láta vel af. Sigurður í Pylsumeistaranum hefur það sem sérstakt keppikefli að framleiða vörur sem eru lausar við öll óþörf íblöndunarefni og innihalda eingöngu kjöt, krydd og salt.“

„Um þúsund tonn falla til árlega af kindakjöti sem lítið fæst fyrir. Raunar er afurðaverðið svo lágt að það dekkar vart sláturkostnað, hvað þá að borga bóndanum laun,“ segir Tjörvi.

Lágt afurðaverð fyrir ærkjötið

Tjörvi segir að kveikjan að því að þróa kjötvörur úr ærkjöti hafi verið hvað bændur fá sorglega lítið greitt fyrir þessa kjötafurð. „Um þúsund tonn falla til árlega af kindakjöti sem lítið fæst fyrir. Raunar er afurðaverðið svo lágt að það dekkar vart sláturkostnað, hvað þá að borga bóndanum laun.

Frá því að verkefnið hófst sjáum við að það er hægt að gera ýmislegt með ærkjötið.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...