Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Púðaver með gatamynstri
Hannyrðahornið 7. ágúst 2019

Púðaver með gatamynstri

Höfundur: Handverkskúnst
Mér þykir alltaf gaman að sjá fallega púða í sófanum, hvort sem er heima eða í sumarbústað. Þetta fallega púðaver er prjónað með fallegu gatamynstri og passar fyrir púða í stærðinni 45x45 cm. 
 
Mál: 38x38 cm. Púðaverið er aðeins minna en púðinn þar sem það á að strekkjast aðeins svo að það verði fallegra.
 
Garn:
- Drops Nord: Rjómahvítur nr 01: 250 g og notið 
- Drops Kid-Silk: Rjómahvítur nr 01: 100 g 
 
Prjónar: Hringprjónn 80 cm, nr 3,5 – eða sú stærð sem þarf til að 20 lykkjur = 10 cm í sléttu prjóni.
Garðaprjón (prjónað í hring):
*1 umferð slétt, 1 umferð brugðin*, endurtakið frá *-*.
 
 
 
 
Mynstur: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2.
Aðferð: Púðaverið er prjónað í hring á hringprjón. Það er mynstur á framhlið en slétt prjón á bakhlið.
Fitjið upp 152 lykkjur með 1 þræði Nord+1 þræði Kid-Silk á hringprjón nr 3,5. Prjónið 4 umferðir garðaprjón. Prjónið mynstur þannig: Prjónið 3 lykkjur brugðnar, A.1 (= 22 lykkjur), 2 lykkjur brugðnar, A.2 (= 21 lykkjur), 2 lykkjur brugðnar, A.1 (= 22 lykkjur), 3 lykkjur brugðnar, 77 lykkjur slétt. Athuið prjónfestuna. Haldið svona áfram með mynstur þar til stykkið mælist 37 cm – endið e.t.v. eftir eina heila mynstureiningu af A.2. Prjónið 4 umferðir garðaprjón og fellið laust af.
 
FRÁGANGUR:
Saumið saman efri kantinn, kant í kant í ystu lykkjubogana. Setjið púða í púðaverið og saumið saman neðri kantinn.
 
Prjónakveðja,
mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is 

2 myndir:

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f