Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Olíujurtir í blóma á Hvanneyri.
Olíujurtir í blóma á Hvanneyri.
Mynd / Þóroddur Sveinsson
Á faglegum nótum 11. ágúst 2023

Próteinræktun og olíuframleiðsla

Höfundur: Sunna Skeggjadóttir og Hrannar Smári Hilmarsson, starfsmenn Jarðræktarmiðstöðvar LbhÍ.

Mikil tækifæri eru á ræktun olíujurta hér á landi. Með ræktun á olíujurtum má anna eftirspurn matarolíu, lífdísils og próteingjafa fyrir búfé.

Niðurstöður rannsókna við Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands hafa sýnt tvöfalt meiri uppskeru vetrarrepju samanborið við vornepju og uppskerumöguleika á við það sem best gerist erlendis. En undanfarin ár hafa verið stundaðar rannsóknir á repju og nepju styrkt af Matvælasjóði, Þróunarsjóði nautgripabænda, Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar og Nýsköpunarsjóði námsmanna.

Vetrarafbrigði eru ólík vorafbrigðum að því leyti að vetrarafbrigðum er sáð síðsumars og látin yfirvetrast sem blómgast svo og þroskast haustið eftir, rúmu ári eftir sáningu. Helsti munurinn á afbrigðum þegar kemur að kostnaði er áburðarliðurinn, þar sem bera þarf á við sáningu til vetrarundirbúnings og að vori eftir veturinn. Niðurstöður erlendis og hérlendis hafa sýnt fram á hærri uppskeru vetrarafbrigða en vorafbrigða sem leiðir til hærri tekna og vegur því upp á móti gjöldum sem við kemur ræktuninni.


Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f