Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Prjónahönnuðirnir, þær Magnea Einarsdóttir, Brynhildur Pálsdóttir, Ýr Jóhannesdóttir, Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir og Andrea Fanney Jónsdóttir.
Prjónahönnuðirnir, þær Magnea Einarsdóttir, Brynhildur Pálsdóttir, Ýr Jóhannesdóttir, Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir og Andrea Fanney Jónsdóttir.
Mynd / Þórdís Reynisdóttir
Líf og starf 10. apríl 2025

Prjónavetri lýkur

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Íslenskur prjónaiðnaður hættir aldrei að vera móðins enda hefur Listasafn Sigurjóns Ólafssonar staðið fyrir röð stuttra sýninga og viðburða í vetur - Prjónavetri - þar sem áherslan hefur verið á prjónahönnun og stöðu prjónaiðnaðar hérlendis.

Í kjölfar Hönnunarmars lýkur Prjónavetri listasafnsins, þar sem hægt er að kynna sér framleiðslu og hönnun íslensks prjónavarnings frá sl. tveimur áratugum.

Þar fléttast inn í áhrif skapandi greina og nýsköpunar auk samstarfs hönnuða og listamanna við íslenskar prjónaverksmiðjur sem framleitt hafa margar af þekktustu hönnunarvörum landsins sem margar hafa náð heimsathygli.

Markmið sýningarinnar er að gefa gestum kost á að sjá vandaðar vörur sem hafa vakið athygli og fengið verðuga viðurkenningu fyrir hönnun, útfærslu og framleiðslu – og geta lesendur Bændablaðsins náð í skottið á sýningunni sem lýkur helgina 12.–13. apríl, en opið er á milli klukkan 13–17.

Listasafn Sigurjóns er staðsett á Laugarnestanga 70 og hýsir höggmyndir og teikningar Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara sem lést í Reykjavík árið 1982. Auk þess að kynna list Sigurjóns býður safnið almennt upp á sýningar á verkum annarra listamanna og yfir sumartímann eru vikulega haldnir tónleikar sem hafa skipað sér fastan sess í menningarlífi Reykjavíkurborgar.

Skylt efni: hönnunarmars

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...