Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Prjónakvöldin hafa slegið í gegn
Mynd / MHH
Fréttir 25. mars 2020

Prjónakvöldin hafa slegið í gegn

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Hulda Brynjólfsdóttir hjá Uppspuna í Ásahreppi hefur staðið fyrir prjónakvöldum þriðja fimmtudagskvöld í mánuði yfir vetrartímann, sem hafa slegið í gegn. Kvöldin eru haldin á baðstofuloftinu hjá henni í húsnæðinu þar sem hún vinnur úr íslensku ullinni með sínu starfsfólki.

„Það hefur verið prýðilega mætt á þessi prjónakvöld og þótt loftið sé lítið þá komast ansi margir þar fyrir. Það hefur reyndar verið ótrúlega oft  gul eða appelsínugul veðurviðvörun þessi fimmtudagskvöld í vetur en það hefur samt ekki dottið niður prjónakvöld út af veðri. Það hafa þá bara verið örlítið færri sem komast. Næsta prjónakvöld er einmitt 19. mars og þá verður kannski eitthvað gert í tilefni tveggja ára afmælis baðstofuloftsins,“ segir Hulda.

Á loftinu er líka verslun, sem er smá í sniðum, en þar er Hulda fyrst og fremst með garnið sitt til sölu og fleira áhugavert, sem tengist kindum eða prjónaskap.

„Ég er svo heppin með ættingja og vini að þar leynast ótalmargir handlagnir aðilar sem búa til heima hjá sér vörur sem eru í miklum gæðum og einstakar á margan hátt. Þetta get ég boðið til kaups á loftinu hjá okkur. Verslunin er opin frá 09.00 til 16.00 alla virka daga og 11 til 16.00 á laugardögum og er öllum opin sem vilja koma við og skoða eða versla,“ segir Hulda enn fremur. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Þýskar heimsbókmenntir
3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Laufey
3. desember 2025

Laufey

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
4. desember 2025

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu

Þúsund ár og þúsund enn
4. desember 2025

Þúsund ár og þúsund enn

Góður árangur náðst
4. desember 2025

Góður árangur náðst

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f