Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Handhafar Icelandic Lamb Award of Excellence árið 2017 voru Hélène Magnússon fyrir Prjónakerlingu, Sigurður Már Helgason fyrir gærukollinn Fuzzy, Fræðasetur um forystufé og hönnunarmerkið WETLAND.
Handhafar Icelandic Lamb Award of Excellence árið 2017 voru Hélène Magnússon fyrir Prjónakerlingu, Sigurður Már Helgason fyrir gærukollinn Fuzzy, Fræðasetur um forystufé og hönnunarmerkið WETLAND.
Mynd / Geirix
Fréttir 14. desember 2017

Prjónakerling, gærukollur, Fræðasetur um forystufé og Wetland hlutu verðlaun

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, afhenti þriðjudaginn 12. desember viðurkenninguna Icelandic Lamb Award of Excellence 2017. Eru verðlaunin til þeirra sem hafa skarað fram úr í í handverki og hönnun úr sauðfjárafurðum.
 
Við athöfn í listamiðstöðinni Mengi í Reykjavík hlutu fjórir viðurkenningar, en þeir eru:
  • Hélène Magnússon fyrir Prjónakerlingu. 
  • Sigurður Már Helgason fyrir gærukollinn Fuzzy. 
  • Fræðasetur um forystufé.
  • Hönnunarmerkið WETLAND.
Viðurkenningin er veitt af markaðsstofunni Icelandic lamb og er þetta í fyrsta sinn sem þessi viðurkenning er veitt fyrir handverk og hönnun úr íslenskum sauðfjárafurðum, en fyrr á þessu ári voru veittar sambærilegar viðurkenningar til veitingastaða. Framvegis verður þetta árviss viðburður.
 
Markmið að auka skilning á gæðum hráefnisins
 
Í tilkynningu frá Iclandic lamb kemur fram að meginmarkmið viðurkenningarinnar sé að auka skilning og þekkingu á gæðum hráefnisins, vekja almenna athygli á möguleikum þess í hönnun og vinnslu undir merkjum Icelandic Lamb. Einnig að veita samstarfsaðilum verðlaun fyrir vel unnin störf. 
 
Markaðsstofan Icelandic Lamb er í samstarfi með um 150 innlendum aðilum; veitingastöðum, verslunum, framleiðendum, afurðastöðvum, listamönnum og hönnuðum. 
 
„Samstarfið er mjög mikilvægt til að auka verðmætasköpun úr íslenskum sauðfjárafurðum. Þeim er veitt viðurkenning er þykja hafa skarað fram úr. Þetta er hugsað sem hvatning til frekari verðmætasköpunar, nýsköpunar og vöruþróunar á íslenskum sauðfjárafurðum. 
 
Fimm manna dómnefnd valdi handhafa viðurkenninganna að þessu sinni. Í henni sátu Emma Eyþórsdóttir, dósent við Landbúnaðarháskóla Íslands, Sunneva Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Handverks og hönnunar, Rúna Thors, fagstjóri vöruhönnunar við Listaháskóla Íslands, Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri Icelandic lamb, og Ninja Ómarsdóttir, verkefnastjóri hjá Icelandic lamb,“ segir í tilkynningunni. 
 
Helstu verkefni Icelandic lamb snúa að markaðssetningu til erlendra ferðamanna á Íslandi og inn á sérvalda markaði í útlöndum. Þetta er meðal annars gert með öflugri verðlaunaherferð á samfélagsmiðlum og samstarfi við um 150 aðila í veitingarekstri, verslun, hönnun og fleiru. Tilgangurinn er að stuðla að því að íslenskum sauðfjárafurðum sé skapaður veglegur sess með sérstöku merki til að auðkenna íslenskar sauðfjárafurðir með tilvísun til uppruna, gæða, hreinleika og sérstöðu. 
 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...