Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Pönnukökur, lárpera og bakað grasker
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 16. apríl 2018

Pönnukökur, lárpera og bakað grasker

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Hér eru gómsætar pönnukökur sem eru fylltar með hnetusmjöri og hægt að gera glúteinlausar og vegan. 
 
Pönnukökur með hnetusmjörfyllingu 
  • 1 „hörfræegg“ eða venjulegt egg ef ekki á að vera vegan. Hörfræ egglíki 
  • í bakstri er gert með því að vinna saman hörfræ og vatn.
  • 1 msk. kókosolía, brædd
  • ½ tsk. hreint vanilluþykkni
  • 3/4–1 bolli mjólk eða vegan mjólk (kókos, möndlu eða soja)
  • 2–3 msk. agavesíróp eða hlynsíróp 
  • (eða hunang fyrir ekki þá sem ekki eru vegan) – eða bara sykur fyrir þá sem kjósa það
  • 1 tsk. lyftiduft
  • ½ tsk. matarsóti
  • 1 msk. náttúrulegt saltað hnetusmjör (stökkt eða mjúkt)
  • Klípa af salti
  • ½ bolli hveiti eða annað mjöl, eins 
  • og kókos, kjúklingabaunahveiti eða maíssterkja
  • ¼ bolli möndlumjöl 
  • 2 msk. ósykrað kakóduft
Aðferð
Grunnhlutföllin til að búa til vegan-egg er ein matskeið af hörfræjum og þrjár matskeiðar af vatni, í staðinn fyrir eitt venjulegt egg. Þú þarft að mala hörfræið í fínt duft með því að nota kaffi- eða kryddkvörn.
 
Hitið pönnukökupönnu á miðlungs hita (þú vilt að yfirborðið sé heitt en ekki mjög heitt – ekki ætti að rjúka úr olíunni þegar hún kemst í snertingu við yfirborðið).
 
Í matvinnsluvél eða blandara er hörfræjum og vatni blandað saman og látið setjast svo í eina mínútu eða tvær. Þá er hægt að bæta við bræddri kókosolíu, agavesírópi (eða hunangi/hlynsírópi), matarsóda, lyftidufti, salti, vanilluþykkni og mjöli til að binda allt saman. Þetta er þynnt út með möndlumjólk (byrja með 3/4 bolli og bæta svo við deigið ef þess þarf) og blandið vel saman.
 
Smakkið og sjáið hvort það þarf meira agave eða sætu. Skiptið deiginu í tvennt og setjið kakóduft í aðra skálina og hnetusmjör í hina. Blandið saman með sleif. Bætið við möndlumjólk ef hnetusmjörið hefur gert grunninn of þykkan. 
 
Setjið tvær skeiðar af hvoru deigi á pönnukökupönnu. Steikið þar til pönnukakan er orðin þurr á kantinum og loftbólur hafa myndast í miðjunni. Snúðu þá pönnukökunni varlega við. Eldið fyrst í tvær mínútur á fyrri hliðinni og snúið svo við og eldið í eina mínútu á seinni hliðinni. Úr þessu fást um 5–6 stórar pönnukökur.
 
Skreytið með súkkulaði og hnetusmjöri.
 
 
Lárperu egg og beikon
  • 1 miðlungs lárpera (avókadó)
  • 2 egg
  • 1skammtur beikon
  • 1 sneið ostur
  • Klípa af salti
Aðferð
 
Hitið ofninn í 180 gráður.
 
Byrjið með því að skera lárperuna í tvennt og fjarlægja steininn.
 
Með skeið skaltu rífa lárperu-kjötið úr, svo er það kryddað með smá sítrónusafa, eða lime-safa, salti, pipar og bætið við hrærðu eggi. Setjið í muffins-form til að lárperan verði stöðugt í ofninum meðan hún eldast.
 
Bakið eftir smekk og framreiðið með osti og klípu af salti – ásamt stökku beikoni.
 
Eldið í 4–6 mínútur. 
 
Svo er lárperan líka góð fersk með eggi til hliðar.
 
 
Bakað grasker með steiktum þorski
  • 8 msk. smjör (eða eftir smekk)
  • 1/2 grasker (eða sætar kartöflur, skrældar og skornar í þykkar sneiðar) bakað heilt og innvolsið tekið úr með skeið
  • Salt og fersk malaður svartur pipar
  • 1 þorskflak, skorið í 2 eða 4 bita
  • 2 matskeiðar balsamik- eða sherryedik
Hitið ofninn í 200 gráður. Bræðið smjörið í litlum potti.
 
Setjið tvær matskeiðar af bræddu smjöri á steikarpönnu og setjið graskerið ofan á. Kryddið með salti og pipar og penslið með tveimur matskeiðum af smjöri ofan á. Bakið án þess að snúa í 20 til 30 mínútur, eða þar til graskerið er orðið mjúkt. 
 
Um það bil 5 mínútum áður en graskerið er klárt er loðfrí panna hituð að miðlungs háum hita í um það bil 2 mínútur; bætið við tveimur matskeiðum af smjöri. Það má strá smá hveiti á þorskstykkin og kryddið með salti og pipar. Setjið á pönnu en snúið bara einu sinni þar til fiskurinn er brúnaður á báðum hliðum og er eldaður í gegn. Setjið fiskinn á fat með graskerinu, hellið öllum safanum og smjörinu í pott og bætið smá ediki eða sítrónusafa við og framreiðið með sem sósu.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f