Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki ársins 2024.

Pólar Hestar eru á bænum Grýtubakka II í Grýtubakkahreppi. Fyrirtækið hefur verið starfandi frá 1985 og býður upp á langar og stuttar hestaferðir um Höfðahverfi, Látraströnd og austur í Þingeyjarsýslu.

Í umsögn Markaðsstofu Norðurlands um Pólar hesta kemur m.a. fram að fyrirtækið bjóði upp á hestaferðir allan ársins hring og leggi áherslu á persónuleg samskipti og góða tengingu við sína gesti til að tryggja að þeirra upplifun verði sem allra best. Þau atriði skipti höfuðmáli þegar kemur að þróun áfangastaðarins Norðurlands og eiga sinn þátt í því að stuðla að minni árstíðarsveiflu þegar boðið er upp á afþreyingu sem innlendar og erlendar ferðaskrifstofur geta boðið upp á í sínum vetrarferðum.

Á meðfylgjandi mynd eru þau Stefán Kristjánsson og Juliane Brigitte Kauertz, eigendur fyrirtækisins, með viðurkenninguna og blóm, ásamt Arnheiði Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands og Halldóri Óla Kjartanssyni frá markaðsstofunni. Lengst til vinstri er svo Katrín Harðardóttir, sem er einnig starfsmaður markaðsstofunnar. Hjá Pólar hestum eru oftast yfir 100 hestar á járnum og hestar við allra hæfi.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...