Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Gæludýraeigendur geta keypt fóður þar sem próteinið er fengið úr skordýrum.
Gæludýraeigendur geta keypt fóður þar sem próteinið er fengið úr skordýrum.
Mynd / Ayla Verschueren
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolefnisspor en hefðbundinn gæludýramatur með dýrapróteini.

„Hundarnir munu ekki ofhugsa þetta,“ segir Anne Carlsson, forstjóri Jiminy‘s, sem framleiðir hundamat úr skordýrum, í samtali við New York Times. Hún telur þetta góða leið til að auka framleiðslu á próteini úr skordýrum, enda sé hundum sama hvort maturinn sé úr nautakjöti eða engisprettum. Samkvæmt rannsóknum ber framleiðsla þurrmetis fyrir hunda og ketti ábyrgð á einu til þremur prósentum af losun gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði. Hundar geta því verið með umtalsvert kolefnisspor.

Þó svo að ýmislegt bendi til þess að prótein úr skordýrum sé af miklum gæðum, auðmeltanlegt og bragðgott, er enn þörf á rannsóknum til að staðfesta fullyrðingar um að fóðrið hafi þau heilsubætandi áhrif sem framleiðendur halda fram. Í nýlegri rannsókn kom fram að næringargildi í gæludýrafóðri úr skordýrum var oft vitlaust skráð og gjarnan var skortur á nauðsynlegum næringarefnum.

Skylt efni: Pöddur

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...