Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Plöntugufubað í berjarækt
Mynd / NRK
Fréttir 1. október 2021

Plöntugufubað í berjarækt

Höfundur: nrk-ehg

Frumkvöðullinn og bóndinn Simen Myhrene í Noregi hefur gert samning við einn af stærstu berjaframleiðendum í heimi, Driscolls, með uppgötvun sinni á plöntugufubaði.

Gufubaðið er notað til að streyma vatnsgufu á berjaplöntur áður en þeim er plantað í jörð og þannig koma í veg fyrir sjúkdóma sem geta eyðilagt stóran hluta uppskerunnar.

Berjaframleiðandinn Driscolls í Bandaríkjunum kveikti á uppgötvuninni og hefur nú gert milljónasamning við frumkvöðulinn. Driscolls framleiðir ber fyrir um 450 milljarða króna árlega. Áður hefur fyrirtækið meðhöndlað plöntur með heitu vatni til að koma í veg fyrir sjúkdóma en með þeirri aðferð er hætta á að dreifa bakteríum. Nú þegar hafa verið gerðar tilraunir með hindberjaplöntur sem hafa gefið góða raun.

Upp úr 1980 fékk faðir Simen, Ole Myhrene, þessa hugmynd að nota vatnsgufu til að koma í veg fyrir sveppi og sjúkdóma.

Hann notaði aðferðina fyrst á potta sem plönturnar voru settar í og sá fljótt að það virkaði vel. Þaðan kom hugmyndin að nota þetta á berjaplöntur í ræktun á sveitabænum. Þau vantaði þó samstarfsaðila og náðu samvinnu við rannsóknarteymi í Ås í Noregi, síðar kom háskóli í Flórída einnig inn í myndina.

Nú eru feðgarnir hæstánægðir með að uppgötvun þeirra og tækni komi fleirum til góða til að ná enn betri berjauppskeru en áður.

Simen Myrhrene, frumkvöðull og bóndi, fær nóg að gera í framtíðinni. Mynd / NRK

Skylt efni: Jarðarber | berjaræktun

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...