Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Brokkólí getur verið fljótt að skemmast í flutningi og í hillum verslana.
Brokkólí getur verið fljótt að skemmast í flutningi og í hillum verslana.
Fréttir 3. júlí 2017

Plastpokar í stað ískælingar

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Í vefriti Israel Agri 8. júní er greint frá nýjungum í pökkun á grænmeti. Þar er rætt um aðferð sem þróuð hefur verið af ROP og sérstökum „XC-Broccoli retail“ plastpokum sem fyrirtækið selur. Þar mun þó að því er virðist ekki vera um nein geimvísindi að ræða.
 
Við flutninga á grænmeti eins og viðkvæmu brokkólíi um langan veg á markað í heitari löndum með flutningabílum eða flugvélum, hefur gjarnan verið mokað ís yfir það til kælingar svo það skemmist síður. Þetta hefur í för með sér margvíslega ókosti auk þess að auka þyngd vörunnar í flutningi.
 
Aðferð sem ROP hefur kynnt miðar að því að minnka kostnað í flutningi og draga úr hættu á örverumyndun og skemmdum sem orðið getur þegar ísinn þiðnar. Samt sem áður á aðferð ROP að tryggja ferskleika og gæði pakkaðs brokkólí í langan tíma, eða allt að mánuði við 1 til 3 gráður á Celsíus. Einnig er þessi aðferð sögð tryggja gæði í allt að viku í hillum verslana  við 16 til 18 gráðu hita. Þá er aðferðin sögð koma í veg fyrir að brokkólí gulni og í því myndist mygla. Það á líka síður að svertast vegna oxunar og haldast lengur stíft og ferskt en ella. 
 
Í raun virðist ekki vera um annað að ræða en að plastpokarnir eru ekki hafðir stærri en nauðsynlegt er. Við pökkun er síðan tryggt að loftmagnið í pokunum verður eins lítið og mögulegt er, eða um eða innan við 10%, og tryggt með góðri lokun svo að loft komist heldur ekki inn í pokann. Vart er hægt að kalla þetta geimvísindi, en svo virðist sem þetta virki samt vel. 
 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...