Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Plastflipinn burt af mjólkurfernunum í Noregi
Fréttir 4. mars 2020

Plastflipinn burt af mjólkurfernunum í Noregi

Höfundur: /ehg/Nationen
Nú hefur Q-mjólkursamlagið í Noregi ákveðið að taka plastflipa úr notkun á mjólkurfernum sínum vegna umhverfissjónarmiða. Fyrir nokkrum árum setti mjólkur­samlagið svokallaðan flipa á allar mjólkurfernur hjá sér til þess að neytendur gætu séð hversu mikið væri eftir í fernunum og var hugsunin að þannig gæti fólk komið í veg fyrir matarsóun. 
 
Forsvarsmenn mjólkursamlagsins hafa tekið þessa ákvörðun til að koma til móts við aukna umhverfisvitund neytenda sem verður sífellt sterkari. Þrátt fyrir að samlagið hafi fengið góð viðbrögð við flipanum frá því að hann var innleiddur vegur umhverfisþátturinn meira í þessu tiltekna máli. 
 
Það mun taka nokkurn tíma fyrir samlagið að koma plastflipunum úr umferð en neytendur hafa sent fyrirtækinu töluvert margar fyrirspurnir út í vöruúrval þeirra og plastnotkun svo stefnan er á að minnka notkun plasts um 300 tonn næstu árin. 
 
Þegar flipinn verður kominn af öllum mjólkurfernum fyrirtækisins þýðir það minnkun um 18 tonn af plasti. Stefna fyrirtækisins er að kynna til leiks 100 prósent endurvinnanlegar mjólkurfernur og tappa til að ná umhverfismarkmiðum sínum fyrir árið 2030.
 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...