Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Plastagnir berast í ræktunarjarðveg með endurunnu vatni sem notað er til vökvunar.
Plastagnir berast í ræktunarjarðveg með endurunnu vatni sem notað er til vökvunar.
Fréttir 18. júní 2018

Plastagnir í jarðvegi hátt til fjalla í Sviss

Höfundur: Vilmundur Hansen

Komið hefur í ljós að míkró­plastagnir er að finna í jarðvegi frá láglendi hátt til fjalla í Sviss. Talið er að ástandið kunni að vera verra í öðrum löndum Evrópu og varað er við áhrifum þess á fæðuöryggi manna og dýra.

Í fyrstu stóru rannsókninni á míkróplastögnum í jarðvegi sýnir að mikið magn af þeim er að finna í jarðvegi í Sviss og finnast agnirnar á afskekktum stöðum hátt til fjalla. Í 29 sýnum sem tekin voru í landinu fundust plastagnir í 90% sýnanna.

Plastagnir, eða míkróplastagnir, eru skilgreindar sem plastefni sem eru minni en fimm millimetrar að stærð.

Plastagnir í jarðvegi drepa ánamaðka og önnur jarðvegsdýr.

Plast berst með vindi

Endurvinnsla á plasti í Sviss er nánast 100% og sú mesta í heimi. Magnið af plastögnum sem fannst í svissneska jarðveginum kom því á óvart og talið að það hafi borist í jarðveginn með vindi frá öðrum löndum.

Magn plastagna í jarðvegi þar sem endurvinnsla plasts er minni gæti því verið enn meira. Plastagnir og mengun af þeirra völdum hefur verið talsvert í umræðunni og aðallega plastmengun í hafi. Plastmengun er ekki einungis bundin við höfin því plastagnir finnast einnig í drykkjarvatni, bjór, hunangi, salti og fleiri matvörum víða um heim.

Plast í ræktunarlandi

Rannsóknir sýna að gríðarlegt magn af plastögnum er að finna í jarðvegi, bæði í náttúrunni, ræktunarjarðvegi og meira að segja garðaúrgangi.

Talið er að milli 20 og 30% af efni sem nýtt er í landfyllingar í heiminum í dag sé plast.

Sýnt hefur verið fram á að plastagnir berast meðal annars í ræktunarjarðveg með endurunnu vatni frá mannabústöðum sem notað er til vökvunar. Plastagnirnar eru svo smáar að þær hreinsast ekki burt við síun vatnsins áður en það er notað á akra, hvort sem um er að ræða ræktun með eða án tilbúinna efna, og berist þannig hæglega í fæðukeðju manna og dýra. Áhrif plastmengunar í jarðvegi eru margs konar og meðal annars hefur komið í ljós að smáar plastagnir geta hæglega drepið ánamaðka og önnur jarðvegsdýr sem éta þær.

Skylt efni: plast | mengun | Jarðvegur

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...