Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Enginn veit fyrir víst hversu mikið plast, hefur safnast í sjónum.
Enginn veit fyrir víst hversu mikið plast, hefur safnast í sjónum.
Fréttir 5. janúar 2021

Plast í hafinu gæti að óbreyttu þrefaldast fyrir 2040

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Reiknað er með að plastrusl sem endar í hafinu  á hverju ári muni nær þrefaldast fram til 2040 verði ekki ráðist í umfangsmiklar aðgerðir til að stemma stigu við plastmenguninni. Þannig yrðu um 29 milljónir tonna sem enduðu í hafinu á hverju ári samkvæmt grein sem Laura Parker ritaði í National Geographic á síðasliðnu sumri.

Þetta er niðurstaða tveggja ára rannsóknarverkefnis sem lýsir þeim misbresti sem átt hefur sér stað í herferðinni til að hemja plastmengun um allan heim. Það er þrátt fyrir metnaðarfulla áætlun um að draga úr því mikla flæði af plasti sem hent er í hafið.

Enginn veit fyrir víst hversu mikið plast hefur safnast í sjónum. Besta ágiskunin var gerð árið 2015, þar sem áætlað var að um 150 milljónir tonna af plasti væru fljótandi um heimshöfin. Miðað við að hlutirnir haldist óbreyttir áætlar rannsóknin að uppsöfnun verði 600 milljónir tonna fram til ársins 2040. 

Rannsóknarverkefnið var unnið af Pew Charitable Trusts og SYSTEMIQ, Ltd., London. Í raun kallar það á heildstæða endurskoðun á plastiðnaði í heiminum þar sem meira er hugað að endrunýtingu og sjálfbærri hringrás á plasti í hagkerfinu. Sérfræðingar Pew segja að árlegt flæði plastúrgangs í hafið gæti minnkað um 80 prósent á næstu tveimur áratugum með því að nýta þá tækni sem fyrir hendi er í dag.  

Kostnaður við uppstokkun á ferlinu og minni notkun á einnota plasti nemur um 600 milljörðum dollara. Það er samt 70 milljörðum dala ódýrara en að halda áfram næstu tvo áratugi eins og ekkert hafi í skorist. „Kerfisvæn vandamál krefjast einfaldlega breytinga á kerfinu,“ segir í skýrslu Pew. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f