Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Peysubrjóst
Hannyrðahornið 21. mars 2023

Peysubrjóst

Höfundur: Katrín Andrésdóttir

Peysubrjóst er hentug flík innan undir úlpu eða jakka, hlýtt að framan og á öxlum og vænn rúllukragi. Jafn auðvelt í notkun og trefill!

Ein stærð, en auðvelt að bæta við lykkjum og umferðum að eigin vali.

Sídd að framan: um 50 sm. Sídd að aftan: um 20 sm – eða að eigin ósk. Breidd: um 35 sm

Prjónaband: 150 gr tvöfaldur Þingborgar- plötulopi eða sambærilegt, sjá Bandbreyti Maju á thingborg.is og uppspuni.is. Prjónar: 6-7 mm

Tveggja lykkju Icord kantur: síðustu tvær lykkjurnar óprjónaðar með bandið fyrir framan, prjónaðar í upphafi umferðar. Kantarnir prjónaðir þannig alla leið.

Stroff: Fitja upp 51 lykkju. Fyrsta umferð (að aftan) slétt. Önnur umferð, að framan: tvær sléttar (Icord), 1 brugðin og ein slétt út prjóninn, endað á tveim sléttum (Icord).

Þriðja umferð, að aftan: sléttu lykkjurnar prjónaðar, þær brugnu teknar óprjónaðar með bandið fyrir framan. Önnur og þriðja umferð endurtekin, alls 10 umferðir.

Bolur

Mynstur: byrjað að framan, Icord á báðum köntum. Garðaprjón 7 lykkur, áttunda lykkjan slétt og tekin óprjónuð að aftan með bandið að framan.

Hálsmál: Þegar bolur mælist ca 50 cm (eða sídd að eigin vali) eru 17 lykkjur fyrir miðju settar í hvíld, axlir síðan prjónaðar hvor fyrir sig og í annari hvorri umferð settar 2-1-1 lykkjur í hvíld.

Axlir: Axlir verða fallegri með þremur styttum umferðum, til að hálsmál að framan sé lægra en að aftan.

Bak: Prjónið 17 lykkjur á öxl, fitjið upp 17 lykkjur, prjónið 17 lykkjur af seinni öxl, alls 51 lykkja á prjóninum Prjónað í sömu breidd og mynstri og bolur, endað með samskonar stroffi og að framan, alls 20 cm eða lengd að eigin vali.

Kragi: Takið upp 54 lykkjur og prjónið hálfklukkuprjón í hring, ca 20 cm. Fellið laust af. Nú er bara eftir að ganga frá endum, skola og þurrka!

Hönnun: Katrín Andrésdóttir

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...