Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Pétursey 1
Bóndinn 20. júlí 2020

Pétursey 1

Magnús Örn Sigurjónsson stendur að búrekstrinum í dag á bænum Pétursey 1 og er þar sjötti ættliðurinn sem stundar búskap á jörðinni.  
 
Býli: Pétursey 1.
 
Staðsett í sveit:  Mýrdalshreppi, Vestur-Skaftafellssýslu.
 
Ábúendur: Magnús Örn Sigur­jóns­son og móðir hans, Kristín Magnúsdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Á bænum búa ásamt Magnúsi, afi hans og amma, Eyjólfur Sigurjónsson og Erna Ólafsdóttir. Föðurbróðir, Pétur Eyjólfsson. Foreldrar, Sigurjón Eyjólfsson og Kristín Magnúsdóttir, og yngri bróðir, Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson. Kötturinn Grettir, hundarnir Loppa og Bangsi. 
 
Stærð jarðar?  490 hektarar ásamt óskiptu heiðarlandi með öðrum Péturseyjarbæjum.
 
Gerð bús? Kúabú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? Mjólkurkýr og naut. Samtals um 110 nautgripir og fáeinar kindur.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Dagurinn byrjar á morgunmjöltum um kl. 6.30 og lýkur um kl. 19.00,  þegar ekki er verið í heyskap eða jarðvinnslu. Þess á milli er unnið við ýmis önnur bústörf. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegast er að vera í heyskap á góðum sumardegi eða jarðvinnsla á vorin. Leiðinlegast er að gera við flórsköfurnar í fjósinu.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðu sniði en með fleiri nautgripum og meiri kornrækt.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Ég hugsa að mikil tækifæri séu í íslenskri kornrækt
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, smjör, ostur, rjómi og egg.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Nautasteik.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það var þegar nýja kálfa- og kvíguaðstaðan var tekin í notkun.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...