Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Petrína Þórunn Jónsdóttir frá Korngrís í Laxárdal er nýr formaður Beint frá býli.
Petrína Þórunn Jónsdóttir frá Korngrís í Laxárdal er nýr formaður Beint frá býli.
Fréttir 30. maí 2018

Petrína nýr formaður Beint frá býli

Höfundur: smh

Ný stjórn var kjörin á aðalfundi Beint frá býli sem haldinn var á Brjánslæk á Barðaströnd 14. apríl. Þann 15. maí skipti stjórn með sér verkum og er Petrína Þórunn Jónsdóttir frá Korngrís í Laxárdal, í Skeiða og Gnúpverjahreppi, nýr formaður.

Aðrir í stjórn með henni eru Sölvi Arnarsson, ferðaþjónustubóndi í Efstadal 2 í Bláskógabyggð og ritari er Sigrún Helga Indriðadóttir bóndi og listakona, Stórhóli í Lýtingsstaðhreppi hinum forna.

Svipaður fjöldi frá ári til árs

Félagar í Beint frá býli hafa, að sögn Petrínu, frá stofnun verið í kringum 80–90 talsins.  „Félagatal hefur haldist nokkuð vel í jafnvægi, nokkrir fara út aðrir koma inn á hverju ári. Það má segja að með Beint frá býli hafi heilmikið unnist síðustu tíu ár fyrir lítil matvinnslufyrirtæki bænda sem vinna úr eigin vörum.

Litlar matvælavinnslur hafa verið skilgreindar og gefnar hafa verið út nýjar reglugerðir um þær. Einnig hefur verið gefin út gæðahandbók sem félagsmenn geta nýtt sér,“ segir Petrína.

Áfram unnið að góðum málum

„Þetta eru stór skref fyrir bændur. Margt fleira á eftir að gera í þessum málaflokki til að skilgreina litlar einingar frá þeim stóru – og mun ný stjórn fara yfir alla þá hluti og reyna að vinna áfram það góða starf sem fyrri stjórnir hafa verið að vinna.

Mikil endurnýjun er í stjórn Beint frá býli og því er þó nokkuð verk framundan fyrir nýja stjórnarmenn að koma sér inn í þau mál sem eru þegar á borðinu – sérstaklega vegna þess að félagið fagnar tíu ára afmæli í ár.

Að sögn Petrínu snérist fundurinn 15. maí eingöngu um stjórnarskiptin, en fundur nýrrar stjórnar verður haldinn að loknum sauðburði og vorverkum. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f