Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Páskatuskur
Hannyrðahornið 6. apríl 2022

Páskatuskur

Höfundur: Handverkskúnst

Okkur mæðgum þykir gaman að eiga fallegar tuskur. Páskarnir nálgast og þá er gaman að eiga gular tuskur með fallegu blaðamynstri. Þessar eru prjónaðar úr dásamlega bómullargarninu Drops Safran.

DROPS Design: Mynstur e-282.

Efni:
ca 24x24 cm.

Garn: DROPS SAFRAN (fæst í Handverkskúnst)
- 50 g (litir á mynd: nr 10 vanillugulur og nr 11, skærgulur)

Prjónar: nr 2,5 eða þá stærð sem þarf til að fá 26 lykkjur = 10 cm í sléttu prjóni.

Garðaprjón (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.

Mynstur: Sjá mynsturteikningu A.1, A.2 og A.3. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu.

TUSKA: Tuskurnar eru prjónaðar fram og til baka.

Fitjið upp 67 lykkjur á prjóna nr 2,5 með Safran. Prjónið 3 umferðir slétt, prjónið 1 umferð slétt og aukið út um 6 lykkjur jafnt yfir í umferð = 73 lykkjur. Prjónið síðan áfram eftir mynsturteikningu frá réttu þannig: Prjónið 2 lykkjur í garðaprjóni – sjá útskýringu að ofan, A.1 yfir 15 lykkjur, A.2 yfir 40 lykkjur (= 2 sinnum á breidd), A.3 yfir 14 lykkjur og prjónið 2 lykkjur í garðaprjóni. Haldið svona áfram að prjóna eftir mynsturteikningu þar til mynsturteikning hefur verið prjónuð 2 sinnum á hæðina. Prjónið síðan mynsturteikningu 1 sinni til viðbótar, en endið eftir umferð merktri með ör. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 6 lykkjur jafnt yfir = 67 lykkjur. Prjónið 3 umferðir slétt og fellið af með sléttum lykkjum í næstu umferð.

Klippið frá og festið enda.

Prjónið eina tusku í hvorum lit eða nokkrar í alls konar litum.

Prjónapáskakveðja,
mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...