Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Óvissa sveitarfélaga varðandi smölun á ágangsfé
Lesendarýni 11. júlí 2023

Óvissa sveitarfélaga varðandi smölun á ágangsfé

Höfundur: Anton Guðmundsson, oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ og formaður bæjarráðs.

Nýlega felldi innviðaráðuneytið úr gildi fyrri leiðbeiningar um skyldur sveitarfélaga varðandi smölun á ágangsfé, ljóst þykir að ekki er enn fyrirséð hvernig sveitarfélög beri að standa að málum.

Anton Guðmundsson

Kemur þar til að þau lög sem nú eru talin gilda þegar fé fer um annarra lönd heyra undir matvælaráðuneytið og það hefur ekki enn gefið út leiðbeiningar um framkvæmd þeirra. Einnig er talið nauðsynlegt að sveitarfélögin komi sér upp verklagsreglum til að réttur allra hlutaðeigandi verði virtur við ákvörðun um smölun ágangsfjár og innheimtu kostnaðar, þar sem það telst stjórnvaldsákvörðun.

Í ákvæði laga um búfjárhald og afréttarmálefni er ekkert samræmi um hvernig skuli framkvæma slík tilfelli, eins og innviðaráðuneytið bendir á.

Í leiðbeiningum ráðuneytisins hefur komið fram að túlkun að ákvæði laga um búfjárhald gengju framar ákvæðum laga um afréttar- málefni, fjallskil og fleira. Í því felist að umráðamanni lands beri sjálfum að taka ákvörðun um að tiltekið og afmarkað landsvæði sé friðað til að umgangur og beit búfjár sé þar bönnuð. Þá þurfi girðingar að vera í lagi. Landeigandinn geti því ekki krafist þess að sveitarfélagið láti smala ágangsfé sem heimilt er að hafa í heimahögum. Málinu var skotið til umboðsmanns Alþingis sem taldi að leiðbeiningar ráðuneytisins samrýmdust ekki lögum og beindi því til ráðuneytisins að taka þær til endurskoðunar.

Eins og málin blasa núna við eru sveitarfélögin á Íslandi í talsverðri óvissu hvað þessi mál varðar, í mínum huga ríkir ákveðin réttaróvissa og ekki hægt að aðhafast með neinum hætti fyrir sveitarstjórnir meðan beðið er eftir nýjum leiðbeiningum frá ráðuneytum innviða eða matvæla.

Einnig þarf að skýra verklag smölunar sem mun skilgreina með sterkum hætti hvernig tilkynningum um ágangsfé og beiðni um smölun sé háttað, skilgreina þarf hvað teljist ágangsfé og einnig hvernig eigendur fjárins verði upplýstir um tilkynninguna þannig að þeir geti sótt fé sitt áður en sveitarfélagið gerir ráðstafanir um smölun fjár.

Skylt efni: ágangsfé

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f