Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Óviss framtíð lausagöngu
Fréttir 19. júlí 2023

Óviss framtíð lausagöngu

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Álit umboðsmanns Alþingis um lausagöngu sauðfjár, sem kom út í október á síðasta ári, hefur komið af stað miklum skoðanadeilum um lagalegan grundvöll sauðfjárbeitar.

Báðir hagsmunahópar telja sig hafa rétt fyrir sér, þ.e. þeir sem telja álitið breyta öllu og hér eftir þurfi að girða allt sauðfé inni, og þeir sem segja álitið hafa lítil áhrif á óbreytt ástand. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, telur í ljósi þessa ekki ólíklegt að deilumál um túlkun á lagagreinum um lausagöngu rati fyrir dómstóla. Túlkun Bændasamtakanna sé sú að lausaganga sé heimil.

Kristín Magnúsdóttir, lögfræðingur og landeigandi á Snæfellsnesi, segir álit umboðsmanns breyta öllu og þetta sé aðeins upphafið að miklum breytingum á lausagöngu hérlendis. Samkvæmt henni komi skýrt fram í álitinu að lausaganga í leyfisleysi sé brot á friðhelgum eignarrétti, sem varinn sé í stjórnarskránni. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, segir óvissu sveitarfélaga vera mjög mikla. Hann getur ekki svarað því hvort sveitarfélaginu beri sannarlega að smala og fjölmargar spurningar hafa vaknað um hvernig sveitarfélaginu beri að sjá um framkvæmdina. Sveitarfélögin óska eftir skýrum leiðbeiningum um hvernig þau skuli sinna vandaðri stjórnsýslu. Álitið gefi engar leiðbeiningar hvernig framfylgja skuli þeim lögum sem umboðsmaður telur rétthærri.

– Sjá nánar á síðum 20–22. í nýju Bændablaði sem kom út í dag

Skylt efni: lausaganga sauðfjár

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...