Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Útbreiðsla á inflúensu (FC1) innan Evrópu í lok febrúar 2019.
Útbreiðsla á inflúensu (FC1) innan Evrópu í lok febrúar 2019.
Fréttir 28. febrúar 2019

Óvenju mikið um smitsjúkdóma í hrossum erlendis

Höfundur: Vilmundur Hansen

Óvenju mikið er um að smitdómar hafi greinist undanfarið í hrossum í Skandinavíu, á Bretlandseyjum og á meginlandi Evrópu. Sýkingar geta valdið fósturláti, lömun og dauða.

Á heimasíðu Mast segir að fyrst beri að nefna hesta-herpes týpu 1 (EHV-1) sem hefur nú mikil áhrif á stórum svæðum í Svíþjóð auk þess sem grunur er um tilfelli í Noregi. Bæði er um að ræða fósturlát af völdum sýkingarinnar en einnig hafa verið tilfelli þar sem sýkingin leggst á miðtaugakerfið og veldur alvarlegum einkennum, í versta falli lömun og dauða.

Þá hefur tiltekinn stofn hestainflúensu (Florida Clade 1 H3N8) valdið miklum usla á Bretlandseyjum og á meginlandi Evrópu. Sá stofn virðist nú einnig vera að breiðast út um Skandinavíu.

Nýgengi kverkeitlabólgu (Streptococcus equi) er nokkuð hátt um þessar mundir í mörgum nágranna- og viðskiptalöndum okkar. Faraldur smitandi hósta (Streptococcus zooepidemicusST209) árið 2010 var alvarleg áminning um að sérhæfðir sjúkdómsvaldandi streptókokkar geta borist í hrossastofninn hér á landi með smygli á notuðum búnaði, óhreinum fatnaði eða með öðrum óbeinum hætti.

Framangreindir sjúkdómar hafa það sammerkt að hafa aldrei borist til Íslands og gætu hver um sig skapað alvarlega ógn við hestahaldið og hestatengda starfsemi hér á landi.

Megin varnir Íslands liggja í banni við innflutningi á hrossum, sæði og fósturvísum. Einnig er bannað að flytja inn hvers konar búnað sem notaður hefur verið í umhverfi hrossa erlendis. Í þriðja lagi ber að þvo og eftir atvikum sótthreinsa fatnað og skófatnað sem notaður hefur verið í umhverfi hrossa erlendis.

Þeir sem hafa atvinnu af hestatengdri starfsemi og hafa mestra hagsmuna að gæta, þurfa að vera forgöngumenn í nauðsynlegum smitvörnum og sýna gott fordæmi. Þeim ber auk þess uppfræða erlenda viðskiptavini sem koma til landsins og hvetja þá til að fylgja reglum um smitvarnir í hvívetna. Mikilvægt er að reglur um smitvarnir berist erlendum hestaferðamönnum áður en lagt er í ferð til Íslands.

Reglurnar má nálgast á rafrænu formi hér.

Reglur um smitvarnir á ensku


Útbreiðsla á inflúensu (FC1) innan Evrópu í lok febrúar 2019
 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f