Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Ítalska salatið fór eingöngu í stóreldhús en ekki í smásölu á almennan markað, að sögn Heilbrigðiseftirlitsins.
Ítalska salatið fór eingöngu í stóreldhús en ekki í smásölu á almennan markað, að sögn Heilbrigðiseftirlitsins.
Mynd / TB
Fréttir 29. ágúst 2017

Óþvegið innflutt salat olli veikindum

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Á dögunum var sagt frá veikindum starfsmanna í tveimur grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu, í Háaleitisskóla og í Hörðuvallaskóla. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur sendi tilkynningu frá sér í morgun þar sem rannsóknir benda til að hugsanlegur sýkingarvaldur sé baktería sem hafi borist hingað með salati frá Ítalíu. Niðurstöður faraldsfræðilegrar rannsóknar heilbrigðiseftirlitsins leiddu í ljós að sterk tengsl voru milli neyslu á óþvegnu salati og veikinda starfsmanna í Háaleitisskóla - Hvassaleiti.
 
Rannsóknir á salatinu hafa leitt í ljós hugsanlegan sýkingarvald, bakteríuna Aeromonas hydrophila, sem þekkt er að getur valdið veikindum eins og hér um ræðir. Bakterían finnst víða í umhverfinu, sérstaklega í menguðu vatni og því er mikilvægt að skola allar matjurtir fyrir neyslu.

Óþvegið salat frá Ítalíu
Samkvæmt tilkynningu heilbrigðiseftirlitsins er um að ræða innflutt blaðsalat frá Ítalíu. Á umbúðum salatsins kemur fram að það sé óþvegið. Heimilt er að dreifa slíku salati en nauðsynlegt er að það sé þvegið og skolað vel fyrir notkun. Salatið fór eingöngu í stóreldhús en ekki í smásölu á almennan markað, að sögn eftirlitsins.
 
Samkvæmt upplýsingum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur hafa ekki komið upp veikindi á öðrum stöðum en í ofangreindum skólum. Líklegar skýringar á því geta verið að smit sé misdreift í salatinu sem og mismunandi meðferð salatsins hvað varðar skolun.
 
Í tilkynningu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur er mikilvægi þess að skola allar matjurtir vel fyrir neyslu áréttað.
 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...