Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Óskað eftir dýralæknum á útkallslista
Mynd / Golli / atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
Fréttir 23. mars 2020

Óskað eftir dýralæknum á útkallslista

Höfundur: Ritsjórn

Í tilkynningu á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er óskað eftir liðsinni dýralækna í bakvarðasveit.

Það eru Matvælastofnun og Dýralæknafélag Íslands sem kalla eftir þessari aðstoð ásamt ráðuneytinu. 

Í tilkynningunni kemur fram að leitað sé eftir fólki sem sé í aðstöðu til að vera á útkallslista dýralækna og geti stokkið til með skömmum fyrirvara, eftir því sem aðstæður leyfa.

Fyrirsjáanlegt er að þær aðstæður geti myndast að þörf sé á að kalla til dýralækna víðsvegar um landið til að takast á við mönnunarvanda vegna COVID–19 veirunnar vegna veikindafjarvista eða fjarvista vegna veru í sóttkví. 

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur útbúið rafrænt skráningarform fyrir þá sem eru reiðubúnir að skrá sig í bakvarðasveitina. Fólki gefst kostur á að skrá sig á listann og er þá klárt til útkalls ef Dýralæknafélag Íslands hefur samband. Greiðslur taka mið af gjaldskrám dýralæknanna sjálfra og greiðir notandi þjónustunnar fyrir hana. 

Skráningarformið má finna hér

Upplýsingar sem skráðar eru verða vistaðar í gagnagrunni sem er hýstur á gagnasvæði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og munu verða nýttar í þeim tilgangi að kalla fólk til tímabundinna starfa vegna COVID-19 veirunnar. 

Upplýsingar í grunninum verða aðeins notaðar af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, Matvælastofnun sem ríkið rekur og Dýralæknafélagi Íslands, í þeim tilgangi að hafa samband við viðkomandi ef þörf krefur. Skráning í gagnagrunninn byggist á samþykki viðkomandi sem ávallt er hægt að draga til baka.

Gagnagrunnurinn telst eign og er á ábyrgð atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Skúlagötu 4, 101 Reykjavík, og verða upplýsingar úr grunninum ekki veittar öðrum en þeim sem viðkomandi hefur samþykkt með skráningu sinni. Hægt er að hafa samband við ráðuneytið í síma 545 9700 eða á tölvupóstfangið anr@anr.is. 

Nánari upplýsingar um vinnslu persónuupplýsinga hjá Stjórnarráði Íslands má finna í persónuverndarstefnu þess, svo sem um varðveislutíma og réttindi eintaklinga, https://www.stjornarradid.is/medferd_personuupplysinga. ," segir í tilkynningunni.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...