Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Óðinn Örn, dýraeftirlitsmaður Matvælastofnunar á Suðurlandi, sem fylgist með velferð dýra. Hann hvetur fólk til að láta vita ef það veit um eitthvað óeðlilegt við umhirðu dýra, hvert tilfelli sé þá skoðað.
Óðinn Örn, dýraeftirlitsmaður Matvælastofnunar á Suðurlandi, sem fylgist með velferð dýra. Hann hvetur fólk til að láta vita ef það veit um eitthvað óeðlilegt við umhirðu dýra, hvert tilfelli sé þá skoðað.
Mynd / MHH
Fréttir 6. apríl 2016

Ósammála Sigurði dýralækni um slæma meðferð á útigangshrossum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
„Ég get ekki tekið undir þau orð Sigurðar Sigurðarsonar dýralæknis að útigangshross á Suðurlandi hafi það slæmt, þeim sé ekki gefið, þau hafi ekki skjól og hafi ekki vatn, ég hef ekki orðið var við þetta og vísa þessu á bug,“ segir Óðinn Örn Jóhannsson, dýraeftirlitsmaður Matvælastofnunar á Suðurlandi. 
 
Sigurður hefur gert mikið úr ástandi útigangshrossa síðustu vikur í fjölmiðlum og vísar þar helst í nokkra staði í kringum Selfoss.
 
„Helsti mælikvarðinn á velferð hrossa á útigangi er holdafarið en auk þess er litið til hárafars, almenns heilbrigðis og upplits hrossanna. Óhjákvæmilegt er að fóðurskortur eða illur aðbúnaður komi með tímanum niður á holdafari og útliti hrossanna. Til að tryggja samræmt mat á holdafari hrossa hefur verið gefinn út holdastigunarkvarði sem unnið hefur verið eftir undanfarinn áratug og reynst vel,“ segir  Óðinn Örn.  Í reglugerð um aðbúnað útigangshrossa kemur m.a. fram að hross skulu hafa aðgang að hreinu og ómenguðu drykkjarvatni eða snjó og að hross á útigangi hafi aðgang að skjóli allan ársins hring.

Skylt efni: aðbúnaður búfjár

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...