Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Öryggi verði aukið gagnvart nýgengi plöntusjúkdóma við innflutning
Mynd / Bbl
Fréttir 20. október 2020

Öryggi verði aukið gagnvart nýgengi plöntusjúkdóma við innflutning

Höfundur: Ritstjórn

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ákveðið að reglugerð (nr. 189/1990) sem snýr að innflutningi og útflutningi á plöntum verði endurskoðuð. Nauðsynlegar breytingar verði gerðar á henni með það að markmiði að efla varnir gegn plöntusjúkdómum og styrkja regluverkið. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins mun verða til ráðgjafar og gera tillögur til úrbóta.

Greint var frá þessu á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins í morgun. Þar kemur fram að ásamt því að viðbrögð verði efld við plöntusjúkdómum innanlands, verði utanumhald styrkt við innflutning og öryggi aukið gagnvart nýgengi plöntusjúkdóma við innflutning.

„Ráðherra hefur gert samning við Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins (RML) um að veita ráðgjöf og taka þátt í vinnu við breytingarnar. Helgi Jóhannesson, sérfræðingur í garðyrkju hjá RML, mun skila tillögum að nauðsynlegum breytingum til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins fyrir 1. febrúar 2021. Víðtækt samráð verður viðhaft við hagsmunaaðila.

Árið 2020 er alþjóðlegt ár plöntuheilbrigðis hjá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) sem bendir á mikilvægi þess að huga að plöntuheilbrigði og hvernig hún tengist umhverfisvernd, minni fátækt og hungri, heimsmarkmiðum SÞ og hvernig hún hefur jákvæð áhrif á efnahagsþróun.  Hægt er að kynna sér ár plöntunnar hér,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins.

 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...