Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Örvar Ólafsson og Gylfi Orrason.
Örvar Ólafsson og Gylfi Orrason.
Mynd / Odd Stefán
Fréttir 2. desember 2022

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Örvar Þór Ólafsson hefur verið ráðinn til starfa hjá Bændasamtökum Íslands (BÍ) sem fjármálastjóri og tekur við af Gylfa Þór Orrasyni sem starfað hefur fyrir hagsmunasamtök bænda í tæp 40 ár.

Örvar er viðskiptafræðingur með fjölbreytta starfsreynslu úr fjármálageiranum, ferðaþjónustu og sjávarútvegi. Hann hefur meðal annars starfað hjá Lánasjóði sveitarfélaga, Kóða og Glitni. Einnig hefur hann verið framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Fjallafélagið.

Örvar tekur til starfa í janúar á næsta ári, en Gylfi starfar fyrir BÍ fram yfir Búnaðarþing á næsta ári.

Byrjaði í sumarafleysingum

Gylfi telst vera með lengstu starfsreynsluna innan Bændasamtaka Íslands – og hann starfaði áður fyrir Framleiðsluráð landbúnaðarins.

„Ég kom fyrst til starfa við sumarafleysingar hjá Framleiðslu­ ráði landbúnaðarins árið 1979 og vann þar með skóla út árið 1981 og síðan í fullu starfi árin 1982 og 1983. Árið 1984 var ég hins vegar í fullu starfi í knattspyrnuskóla Fram og við þjálfun 6. flokks.

Árið 1985 var ég síðan ráðinn í fullt starf hjá Stéttarsambandi bænda við bókhalds­ og gjaldkerastörf – reyndar með stuttri viðkomu hjá Olís haustið 1984 fram á vor 1985. Við sameiningu Stéttarsambands bænda og Búnaðarfélags Íslands árið 1995 tók ég síðan við fullu starfi hjá Bændasamtökum Íslands, fyrst sem aðalbókari og síðan skrifstofu­ og fjármálastjóri frá og með árinu 2004,“ segir Gylfi.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...