Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Jón Knútur Ásmundsson.
Jón Knútur Ásmundsson.
Menning 20. nóvember 2024

Ort um hvunndaginn og samband kynslóðanna

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Jón Knútur Ásmundsson er fæddur árið 1975 í Neskaupstað. Slög er hans önnur ljóðabók en áður kom út ljóðabókin Stím (2022) þar sem ort var um föðurmissi, samband kynslóðanna og veruleika smábæjarins, og smásagnasafnið Nesk (2007).

Dómnefnd Ljóðstafs Jóns úr Vör veitti Jóni Knúti í ársbyrjun sérstaka viðurkenningu fyrir ljóðin Fálæti og Legið yfir gögnum sem er að finna í Slögum.

Ljóð bókarinnar fjalla um hversdagslífið og eru mörg lágstemmd en oft meinfyndin, margræð og afar hnyttin.

Trommari á hlaupum

Jón Knútur segist aðspurður hafa fengist við eitt og annað gegnum tíðina. „Ég byrjaði á að bera út Austurland, málgagn Alþýðubandalagsins í Neskaupstað, tíu eða ellefu ára gamall, beitti þegar ég var unglingur, og svo fór ég í frystihúsið, netagerðina og allt þetta hefðbundna sjávarþorpsdæmi,“ segir hann.

Hann menntaði sig í félagsvísindum. „Ég fór í blaðamennsku í nokkur ár í framhaldinu, prófaði prent, útvarp og smá sjónvarp en gerðist svo upplýsingafulltrúi sem hafa jú orðið örlög margra blaðamanna á síðustu árum. Hef verið í þannig djobbi í tíu ár eða svo hjá Austurbrú. Lít samt á mig sem blaðamann fremur en upplýsinga- fulltrúa, bara svo það sé sagt!“ segir hann sposkur.

Jón Knútur segist eiga sér líf utan vinnu og leggi áherslu á að sinna því. „Ég á konu, börn og hund. Spila á trommur, sinni skrifum, les bækur ogferútað hlaupa.“

Safnar í sarpinn

Hann segist vakna snemma og skrifa daglega. „Ég fæ útrás fyrir vitleysisgang á samfélagsmiðlum og svo endar sumt í möppum í Dropboxinu mínu. Þær eru orðnar nokkrar og heita dularfullum nöfnum eins og „Malbik endar“, „Opið skrifstofurými“, „Lokuð búsetuúrræði“, „Þrammið í gúmmístígvélunum“ og fleira. Ég veit ekki hvernig þetta þróast. Kannski verður til önnur ljóðabók eftir nokkur ár. Kannski eitthvað annað. Ég bara veit það ekki og það er ekkert að trufla mig,“ útskýrir hann. Jafnframt segist hann enn blogga af og til á jonknutur.is.

Ábaksíðu bókarinnar eru ýmsar merkingar orðsins slög að finna: högg með hnefa, sláttur í hjarta og æðum, hljóð í klukku, ásláttur við vélritun eða trommuleik, huppur og skammrif af sláturdýri, mælikvarði á lengd minningargreina í dagblöðum.

Heimaslóð

Austfjarðaþokan víðsfjarri
Mjóafirði
sit inni í Sólbrekku
les í slitinni bók
um forfeður mína
sem bjuggu á Krossi
hér hinum megin í firðinum

kuldi
vosbúð
harðindi

þetta er frásögn
af ekta íslenskum barningi

langalangafi minn
leitaði loks betra lífs á Norðfirði
enda virtist sá staður gæddur
öllum þeim kostum
sem verstöðvar þurfa að hafa
bjó þar í húsi
sem hét hinu strangheiðarlega nafni
Harðangur

verandi yfirmáta sjálfhverfur
hugsa ég
um eigin stöðu
meðan ég drekk rjúkandi heitt kaffi
inni í Sólbrekku
og fylgist með börnunum mínum
fyrir utan gluggann að leik
við bæjarseppann

af svona fólki ertu kominn

mundu þetta

mundu þetta

líði þér einhvern tímann
eins og þú sért

ættsmár og einn

Slög, útg. Gjallarhorn, 2024, bls. 58-59

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...