Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Nýtt verklag varðandi DNA-sýnatökur var ýtt úr vör hjá RML í vikunni.
Nýtt verklag varðandi DNA-sýnatökur var ýtt úr vör hjá RML í vikunni.
Mynd / Anna Guðrún Grétarsdóttir
Fréttir 9. mars 2023

Örmerkingarmönnum hrossa býðst samstarf við Matís

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Nýtt verklag varðandi DNA-sýnatökur hrossa var ýtt úr vör hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins sl. mánudag, 6. mars.

Nú býður Matís öllum aðilum sem hafa réttindi til örmerkinga hrossa á Íslandi að stofna til viðskipta og að skila DNA-sýnum inn til greiningar og úrvinnslu. Niðurstöður sýna eru vistaðar í upprunaættbók íslenska hestsins, WorldFeng.

„Fram til þessa hefur sýnataka úr hrossum, til úrvinnslu Matís, einvörðungu verið á hendi dýralækna, starfsfólks RML og Búnaðarsambanda en með stærri hópi sýnatökufólks standa vonir til að fjölga megi sýnatökum til muna; fjölga DNA-greindum hrossum. Ath. að hér ræðir um stroksýni úr nösum hrossa (eða hársýni) en blóðsýnatökur eru eingöngu á hendi dýralækna.

Starfandi og virkir örmerkingamenn ættu flestir að hafa allt sem til þarf, þekkingu á skráningarferli í WFeng, aðgengi að örmerkjaskanna og möguleikann á að örmerkja hross samhliða sýnatöku en það er ófrávíkjanleg krafa að sýni eru eingöngu tekin úr þegar örmerktum gripum,“ segir í tilkynningu frá RML.

Áhugasamir örmerkingamenn eru hvattir til að setja sig í samband sérfræðinga Matís til að fá frekari upplýsingar og nálgast sýnatökubúnað.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...