Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Orkuskipti í Flatey
Mynd / Unsplash - Einar H. Reynis.
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Höfundur: Þröstur Helgason

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða, hafa undirritað samning um orkuskipti í Flatey.

Samningurinn leggur grunninn að nýtingu fjölbreyttra endurnýjanlegra orkugjafa í raforkukerfi eyjarinnar og mun um leið draga verulega úr notkun jarðefnaeldsneytis við framleiðslu raforku.

Gert er ráð fyrir að með orkuskipta aðgerðunum verði hægt að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis sem nemur 62%. Alls styrkir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið verkefnið um 215 milljónir króna, en með því verður greidd leið grænna sveiflukenndra orkugjafa á borð við sólar- og vindorku.

Meðal þeirra orkuskiptaaðgerða sem ráðist verður í strax í ár er bygging rafstöðvarhúss og uppsetning birtufleka (sólarrafhlaðna) á þaki hússins. Í kjölfarið verður árið 2026 farið í frekari framkvæmdir við stærra sólarorkuver í Flatey, en rafhlöður verða miðjan í nýju orkustjórnunarkerfi eyjarinnar. Áætlað er að framleiðsla þessara tveggja sólarorkuvera muni standa undir um 35% af orkuþörf í eynni. Sólarorka hentar vel í Flatey þar sem raforkuþörf er mest þegar sólin er hæst á lofti.

Orkubú Vestfjarða hefur umsjón með framkvæmdinni og er horft til þess að afhending raforku geti hafist strax árið 2026.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f