Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Á faglegum nótum 22. mars 2023

Orkuöryggi er mikilvægt

Höfundur: Ari Trausti Guðmundsson, jarðvísindamaður, rithöfundur og fyrrverandi þingmaður.

Orkuöryggi og raforkuöryggi eru tvær greinar á sama meiði. Hvað er forgangsorka?

Orkuöryggi

Notendur eiga að hafa aðgang að hvers kyns orku, rafmagni, hitaveitu, annarri varmaorku, eldsneyti o.fl., þar sem hennar er þörf, með hliðsjón af almennri stefnumörkun stjórnvalda á hverjum tíma og skilgreindum áreiðanleika og gæðum. Um þetta er kveðið á í orkustefnu, þjóðaröryggisstefnu og lögum. Þessu öryggi getur t.d. verið ógnað af göllum í raforkukerfinu eða slælegu viðhaldi eða úreldingu innviða, skemmdarverkum, náttúruvá eða ófriði.

Mikilvægt er talið að tilteknar lágmarksbirgðir eldsneytis séu ávallt í landinu og þeim dreift á nokkra staði.

Raforkuöryggi

Notendur eiga að hafa aðgang að raforku þegar hennar er þörf og þar sem hennar er þörf, með hliðsjón af almennri stefnumörkun stjórnvalda á hverjum tíma og skilgreindum áreiðanleika og gæðum. Notendur í öllum landshlutasamtökum sveitarfélaganna hafa orðið fyrir raforkutruflunum eða tímabundum skorti á raforku á þessari öld enda raforkumál eitt helsta umræðu- og viðfangsefni samfélagsins. Raforkuöryggi varðar bæði framleiðslu og afhendingu raforkunnar, sem og spennuflökt.

Afhendingaröryggi

Flutnings- og dreifikerfi raforku sýnir sig að vera óöruggara en raforkuverin. Það er auðvitað stærra og útbreiddara en virkjanasvæðin og „útsettara“ en þau.

Afhendingaröryggið felst í reglum, aðgerðum, tækni og endurbótum á aðstæðum og mannvirkjum sem miða að því að straumrof, spennusveiflur og hvers kyns rekstrartruflanir á raforkuflutningi verði sem allra minnstar.

Skerðanleg orka

Hugtakið er haft um raforku sem seld er með fyrirvara í heildsölusamningi. Það varðar mögulega skerðingu af hálfu framleiðandans, t.d. vegna framleiðslubrests og bilana í, eða skemmda á, sjálfu raflínukerfinu eða mannvirkjum þess. Orkufrek iðnfyrirtæki, heildsölufyrirtæki fjarvarmaveitna, fiskiðjur eða sundlaugar eru dæmi um aðila sem geta orðið fyrir skertri afgreiðslu raforku. Raforka seld sem skerðanleg nam rúmum 6.000 GWst (6 TWst) árin 2017 til 2021. Oft ber á að skerðanleg orka er nefnd ótrygg orka.

Forgangsorka

Hugtakið er haft um raforku sem seld er samkvæmt sérsamningi til orkusækinnar starfsemi og hefur forgang við afhendingu komi til orkuskerðinga.

Ein ástæða þess að málmiðjur sækjast eftir slíkum samningum er sú staðreynd að langvinnt straumrof veldur miklum framleiðslutöfum og kostnaði vegna flókinnar gangsetningar framleiðslunnar að nýju.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...